Gjöf sem heldur áfram að gefa - 5.000 króna gjafabréf ríkisstjórnarinnar Bárður Örn Gunnarsson skrifar 21. apríl 2020 16:00 Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun