Gefum sem flestum tækifæri til að hjóla í sumar Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla hefst mánudaginn 30. mars og er þetta er í níunda sinn sem söfnunin fer fram. Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu teljum við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til þess að sem flest börn og ungmenni muni hjóla um á eigin hjólum í sumar, heilbrigð og hamingjusöm. Markmiðið með hjólasöfnuninni er að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar félagslegar eða fjárhagslegar aðstæður kost á að eignast hjól og taka þar með þátt í samfélagi annarra barna því hjólamenning er töluvert ríkjandi hér á landi, meðal annars með hjólreiðaferðum í skólum og tómstundum. Með því að eiga hjól gefst börnum einnig tækifæri til að styrkja líkamlega færni sína, samhæfingar hreyfinga þroskast auk þess sem úthaldið eykst. Sjálfbærnin er einnig að leiðarljósi í hjólasöfnuninni því almenningur er hvattur til að gefa hjól í söfnunina sem ekki eru í notkun í stað þess að þeim sé fargað. Hjólreiðar fækka svo vonandi bílferðum og því um minni útblástur að ræða auk þess sem börnin eru í nánd við náttúruna. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur m.a. fram að ekki megi mismuna börnum á neinn hátt (2. gr.) og börn eiga rétt til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum (31. grein). Hjólasöfnun Barnaheilla er því ein leið af mörgum sem samtökin beita sér til að tryggja jafnan rétt allra barna. Hjólasöfnunin fer þannig fram að í samstarfi við Sorpu eru settir söfnunargámar á öllum sex móttökustöðum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til að gefa hjól sem ekki eru í notkun í söfnunina og láta þannig gott af sér leiða. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæðið sem við höfum til afnota hverju sinni. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskan og höfum við fengið dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2000 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Skoðanagreinin var uppfærð en í fyrri útgáfu kom fram að hjólasöfnunin hæfist í dag. Hún hefst á mánudaginn. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun