Verðbólga mælist 3,6 prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. desember 2020 12:10 Hagstofan. VÍSIR Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða. Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Hagstofan greindi frá því í morgun að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desembermánuði hækkar um 0,20% frá fyrri mánuði. Heiðrún Erika Guðmundsdóttir er deildarstjóri vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. „Það er ekki víst að fólk finni fyrir því algjörlega á augnablikinu sem hækkunin kemur en þegar þetta safnast upp yfir tíma og í fleiri neysluvörum þá fer fólk að fyrir því að geta keypt minna fyrri þær ráðstöfunartekjur sem það hefur, þannig smátt og smátt þá finnur fólk fyrir því að verðlag verður hærra,“ sagði Heiðrún Erika. Verðbólga mælist því 3,6 prósent. „Við tölum um 12 mánaða breytingu. Vísitala neysluverðs hefur á einu ári hækkað um 3,6 prósent og þá er talað um að verðbólgan sé 3,6 prósent. Hún er búin að vera á bilinu 3,5-3,6 núna síðustu fjóra mánuði en hún var minni í upphafi ársins 2020 þá var hún 1,7. Verðbólgan hefur aðeins farið upp á við núna þegar liðið hefur á árið.“ Breytingar á neyslu fólks Faraldur kórónuveirunnar hafi áhrif. „Þegar Covid kemur til sögunnar þá breytist svo mikið í samfélaginu. Bæði rýrnaði gjaldmiðillinn okkar lítillega í vor og í sumar sem hefur áhrif á allt innflutningsverðlag.“ Einnig eru ákveðnar breytingar á neyslu fólks. Það kaupi meira af mat og drykk og nýtir peningana ekki í leikhúsmiða þar sem leikhúsin eru lokuð að sögn Heiðrúnar. „Fólk nær ekki að sinna hlutum sem það sinnti áður, það ferðast minna og annað slíkt, þannig við sjáum kannski þrýsting í þeim neysluflokkum þar sem fólk er að eyða peningunum sínum núna,“ sagði Heiðrún Erika. Atvinnuleysi hækkar milli mánaða Alls voru 14.900 atvinnulausir í nóvembermánuði eða 7,1 prósent af vinnuaflinu og hækkaði atvinnuleysi milli mánaða.
Vinnumarkaður Verðlag Neytendur Íslenska krónan Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira