Breiðfirsk eyðijörð byggð að nýju eftir 120 ára hlé Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2020 22:46 Símon Kristinn Þorkelsson húsasmiður við nýja íbúðarhús fjölskyldunnar í Kjálkafirði. Egill Aðalsteinsson Eyðijörð á Vestfjörðum hefur byggst á ný eftir að hafa verið mannlaus í 120 ár. Fjölskylda með þrjú börn er flutt inn í nýtt íbúðarhús á jörð í Kjálkafirði, sem fór í eyði árið 1901. Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð: Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Kjálkafjörður er næsti fjörður austan við Vatnsfjörð og sá vestasti í röð sjö eyðifjarða við norðanverðan Breiðafjörð - allt þar til í ár. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá nýtt bæjarskilti, Auðnar, á jörð sem fór í eyði í byrjun síðustu aldar. Bæjarskiltið er komið upp. Íbúarnir kalla sig Hjarðnesinga og hafa útsýni yfir Breiðafjörð.Egill Aðalsteinsson Þau Rán Bjarnadóttir og Símon Kristinn Þorkelsson hófu smíði hússins vorið 2019 og fluttu svo inn ásamt þremur ungum börnum í vor. Við hittum á Símon við heimilið og spurðum hvernig þeim hefði dottið þetta í hug. „Einhversstaðar verða vondir að vera,“ svarar hann sposkur en bætir við: „Þetta bara lá fyrir. Við ákváðum bara að flytja vestur. Við vorum búin að vera í Borgarnesi í nokkur ár og.. – það bara sveitin kallaði alltaf. Það er allt eins hægt að búa hér og í miðbæ Reykjavíkur.“ -En að nema á ný eyðijörð? Það er dálítið magnað. „Nei, það er laust pláss þar. Þá þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því,“ svarar Símon. Símon í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 við nýja heimilið.Egill Aðalsteinsson Rán er rennismiður og sjómaður en Símon er húsasmiður. En geta þau brauðfætt sig þarna? „Já, já, það er hægt að vinna og búa hvar sem er.“ -Á hverju lifið þið? „Aðallega bara á einhverju húsasmíðaveseni. Það þarf allsstaðar að skipta um rennur og glugga. Það virðist ekki vera að það vanti.“ Húsmóðirin Rán er frá næstu jörð, Auðshaugi á Hjarðarnesi, og þar fagnar amman því að fá fjölskylduna ungu. Valgerður Ingvadóttir, sjómaður á Auðshaugi, fagnar því að dóttirin, tengdasonurinn og barnabörnin séu komin á næstu jörð.Egill Aðalsteinsson „Maður er eiginlega bara undrandi yfir þessu. Þetta er náttúrulega bara frábært, sko,“ segir Valgerður Ingvadóttir, móður Ránar og tengdamóðir Símonar. -En að sjá jörð lifna að nýju og fjörð lifna að nýju? „Já, algjörlega.“ -Og minnka þetta eyðigat? „Já. Og lítil börn labbandi í túni, sem hefur ekki gerst í 120 ár. Ég meina – váá!“ -En hvernig hefur svo ungu fjölskyldunni liðið á nýja staðnum? „Hér? Hvergi betra að vera. Helvíti fínt bara,“ svarar Símon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þættinum Ísland í dag árið 2011 var fjallað um Skálanes og hnignun byggðarinnar við norðanverðan Breiðafjörð:
Vesturbyggð Byggðamál Hús og heimili Landbúnaður Um land allt Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira