Tækifæri ferðaþjónustu í hálendisþjóðgarði Edward H. Huijbens skrifar 9. desember 2020 14:31 Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun