Í þágu okkar allra Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. desember 2020 19:01 Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun