Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2020 19:21 Undanfarin fimm ár hefur Dohop sérhæft sig í tækni fyrir flugfélög þannig að þau geti bókað farþega sína í áframhaldandi flug með öðrum flugfélögum. Grafík/Dohop Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði. Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira