Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2020 19:21 Undanfarin fimm ár hefur Dohop sérhæft sig í tækni fyrir flugfélög þannig að þau geti bókað farþega sína í áframhaldandi flug með öðrum flugfélögum. Grafík/Dohop Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði. Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira