Íhuga að kalla hermenn heim frá Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 14:22 Bandarískur hermaður stendur vörð að nóttu til í Sómalíu. AP/Christopher Ruano Bandaríkjamenn íhuga að kalla alla rúmlega 700 hermenn sína frá Sómalíu. Sérfræðingar óttast að mikil óreiða gæti fylgt slíkri ákvörðun. Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins. Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins.
Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18
Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15