Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Unnur Henrysdóttir skrifar 20. nóvember 2020 08:01 Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun