Rukka ekki áskrifendur í desember en óljóst með korthafa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:55 Hlaupabrettin í World Class í Laugardal en stöðin er betur þekkt sem Laugar. Vísir/Vilhelm World Class hefur ákveðið að rukka ekki áskrifendur sína í desember eftir að hafa sent áskrifsendum sínum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember. Markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class vill ekki svara því hvernig brugðist sé við gagnvart þeim sem eigi árskort eða önnur tímabundin kort hjá líkamsræktarstöðinni. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar frá 31. október og ekki ljóst hvenær þær opna á nýjan leik. Stöðvarnar fengu grænt ljós á að opna fyrir hóptíma í tuttugu manna samkomubanni en fæstar nýttu sér það. World Class hafði þó opið í tíu daga eða þar til aðgerðir voru hertar um mánaðamótin. Næst má reikna með afléttingu takmarkana hér á landi 2. desember en hve miklar þær verða er óljóst. Sóttvarnalæknir hefur talað fyrir því að fara verið hægt í afléttingar. Birgitta Líf Björnsdóttir er markaðs- og samfélagsmiðlarstjóri World Class.@birgittalif Í tilkynningu á vef World Class á mánudag segir að World Class hafi sent áskrifendum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember þegar útlit var fyrir að aðeins yrði lokað í tvær vikur. „Þar sem ekki var hægt að opna að 2 vikum liðnum þá verða ekki sendir út reikningar fyrir desember,“ sagði í tilkynningunni. Stór hluti þeirra sem stunda líkamsrækt hjá World Class, sem telja um 45 þúsund manns í heildina, eru með árskort eða skemmri kort til nokkurra mánaða. Fréttastofa sendi Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðs- og samfélagsstjóra World Class, fyrirspurn um hvernig brugðist verði við gagnvart handhöfum slíkra korta. Sömuleiðis hve margir korthafar væru hjá World Class. „Sæll og takk fyrir að hafa samband. Allar nauðsynlegar upplýsingar birtast á heimasíðunni okkar,“ sagði Birgitta og birti broskarl með svari sínu. Neytendur Heilsa Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
World Class hefur ákveðið að rukka ekki áskrifendur sína í desember eftir að hafa sent áskrifsendum sínum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember. Markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class vill ekki svara því hvernig brugðist sé við gagnvart þeim sem eigi árskort eða önnur tímabundin kort hjá líkamsræktarstöðinni. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar frá 31. október og ekki ljóst hvenær þær opna á nýjan leik. Stöðvarnar fengu grænt ljós á að opna fyrir hóptíma í tuttugu manna samkomubanni en fæstar nýttu sér það. World Class hafði þó opið í tíu daga eða þar til aðgerðir voru hertar um mánaðamótin. Næst má reikna með afléttingu takmarkana hér á landi 2. desember en hve miklar þær verða er óljóst. Sóttvarnalæknir hefur talað fyrir því að fara verið hægt í afléttingar. Birgitta Líf Björnsdóttir er markaðs- og samfélagsmiðlarstjóri World Class.@birgittalif Í tilkynningu á vef World Class á mánudag segir að World Class hafi sent áskrifendum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember þegar útlit var fyrir að aðeins yrði lokað í tvær vikur. „Þar sem ekki var hægt að opna að 2 vikum liðnum þá verða ekki sendir út reikningar fyrir desember,“ sagði í tilkynningunni. Stór hluti þeirra sem stunda líkamsrækt hjá World Class, sem telja um 45 þúsund manns í heildina, eru með árskort eða skemmri kort til nokkurra mánaða. Fréttastofa sendi Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðs- og samfélagsstjóra World Class, fyrirspurn um hvernig brugðist verði við gagnvart handhöfum slíkra korta. Sömuleiðis hve margir korthafar væru hjá World Class. „Sæll og takk fyrir að hafa samband. Allar nauðsynlegar upplýsingar birtast á heimasíðunni okkar,“ sagði Birgitta og birti broskarl með svari sínu.
Neytendur Heilsa Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira