Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. nóvember 2020 07:51 Skiptastjóri leggur ekki trúnað á að fjármálastjórinn hafi ekki komið að daglegum rekstri félagsins og vill því ekki samþykkja launakröfur hans sem forgangskröfur. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt. WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Skiptastjórar búsins vilja meina að ekki sé um forgangskröfu að ræða enda eigi stjórnendur fyrirtækja eða svokallaðir nákomnir aðilar, ekki rétt á slíku. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu þó áður komist að þeirri niðurstöðu að Stefán Eysteinn væri ekki nákominn aðili, þrátt fyrir stöðu sína innan félagsins, en því vill skiptastjóri ekki una og fór því fram á það við Hæstarétt að málið verði tekið þar. Stefán var eins og áður sagði framkvæmdastjóri fjármálasviðs WOW air og sat hann í framkvæmdastjórn félagsins og var með prókúru umboð fyrir það. Skiptastjóri WOW er á því að það geri hann nákominn félagin í skilningi laganna en Stefán Eysteinn var því ósammála og því fór málið fyrir dóm. Sagður ekki hafa komið að daglegum rekstri Í dómi Landsréttar er vísað til þess að þrátt fyrir að Stefán Eysteinn hafi gegnt þessari stöðu innan WOW air hafi hann ekki stýrt daglegum rekstri félagsins og því ekki haft raunverulegar valdheimildir til að hafa áhrif á ákvarðanir félagsins og félli ekki undir hugtakið nákomnir í skilningi laganna. Skiptastjórinn, Þorsteinn Einarsson segir í rökstuðningi sínum fyrir kæruleyfi til Hæstaréttar að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur og í andstöðu við skýr fordæmi Hæstaréttar og Landsréttar. Dómurinn hafi verið lítt rökstuddur og að rétturinn hafi engin rök fært fyrir þeirri niðurstöðu sinni að Stefán hafi í raun verið valdalaus innan WOW air. Mikið fordæmisgildi Þá hafi málið mikið fordæmisgildi, „enda felist í úrskurði Landsréttar að framkvæmdastjóri fjármálasviðs stórfyrirtækis, sem meðal annars var með prókúruumboð fyrir félagið og sérstaka heimild stjórnar þess til að skuldbinda það fyrir 500.000 til 1.000.000 bandaríkjadala hverju sinni, teljist ekki hafa verið nákominn félaginu við gjaldþrot þess,“ segir í rökstuðningi skiptastjóra. Hæstiréttur er sammála skiptastjóra um fordæmisgildi málsins þegar kæmi að skýringu á hugtakinu nákomnir í skilningi laganna og var beiðni um kæruleyfi því samþykkt.
WOW Air Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira