Samherji vill koma með fiskinn lifandi að landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 20:31 Gert er ráð fyrir að umrætt skipi líti nokkurn veginn svona út. Vísir/Tryggvi Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“ Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Samherji er nú að láta breyta uppsjávarskipi á þann hátt að hægt verður að dæla fiski um borð og geyma lifandi í tönkum. Um nýmæli er að ræða í íslenskum sjávarútvegi enda koma hefðbundin uppsjávarskip yfirleitt með aflann frystan að landi. „Við erum að horfa til þess að koma með hann lifandi að landi, og geta annað hvort afhent hann beint lifandi að landi eða geymt hann í kvíum, “segir Hjörvar Kristjánsson, verkefnastjóri á útgerðarsviði Samherja. Á vef Samherja er verkefnið útskýrt nánar. Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu en í staðin fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælu kerfi (vacuum). Unnið er að breytingum á skipinu í Danmörku þar sem verið er að lengja skipið og koma fyrir fleiri hólfum. Gert er ráð fyrir að í skipinu verði tvö frystihólf og fjögur hólf til þess að geyma lifandi fisk. Þannig sé hægt að blanda saman hefðbundnari veiðiaðferðum og þessari nýju, sem ruðið hefur sér til rúms í Noregi á undanförnum árum. Tilgangurinn er að jafna sveiflur og sækja á nýja markaði. „Með þeim sveiflum sem við eigum við að etja út á sjó í veiðum og veðrum og þess háttar og þeim sveiflum sem við eigum við að etja á markaði, með því að hafa möguleikann á því að geyma fisk lifandi þá höfum við tæki og tól til að jafna sveiflurnar í báða enda,“ segir Hjörvar. Fyrirmyndin kemur frá Noregi þar sem búið að þróa regluverk í kringum þessar tilteknu veiðar, „Þar eru reglurnar þannig að þú mátt halda fiskinum lifandi í kví upp við land í allt að tólf vikur án þess að lenda inn í þessum lagaramma sem nær yfir fiskeldi,“ segir Heiðdís Smáradóttir, verkefna- og gæðastjóri fiskeldis Samherja. Hér á landi eru menn hins vegar á byrjunarreit og vill Samherji ræða við stjórnvöld um framhaldið. „Við þurfum endilega að ná góðu samtali við þau til að geta byggt upp regluverk í kringum þetta.“
Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira