Réttlætið er ekki einfalt Þröstur Friðfinnsson skrifar 23. október 2020 10:01 Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Byggðamál Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum síðustu dagana hefur nokkuð borið á því sem kalla má umræðu um réttlæti. Réttlæti og jafnræði í okkar ágæta samfélagi. Margir telja það mannréttindi að atkvæðavægi í Alþingiskosningum sé jafnt. Þó er það fátítt að svo sé meðal lýðræðisþjóða. Það skapar sjálfkrafa misvægi á marga hluti þegar þorri þjóðar býr á mjög litlum hluta stórs lands. Á annan veginn ætti það að gefa og gerir það að mörgu leyti, aukin lífgæði í formi mikils þjónustuframboðs, sem hægt er að sinna með hagkvæmari hætti en í dreifðum byggðum. Hins vegar eru það líka lífsgæði sem margir kjósa, að lifa nærri náttúrunni og geta notið friðsældar og frjálsrar útivistar við þær aðstæður. Spyrja má hvort landið sjálft þurfi sér ekki málsvara? Eftir því sem vægið verður meira í þéttbýlinu verður fjöldinn fjarlægari hinum dreifðu byggðum og óbyggðum. Skilningur minnkar á landinu, lífinu og atvinnuvegunum sem hafa lengi verið grunnur búsetu í landinu. Þess sér ansi víða stað og íbúar út um landið finna fyrir þessu á hverjum degi. Segja má að ójafn atkvæðisréttur hafi ekki komið í veg fyrir þessa þróun, en spyrja má hvort hún væri jafnvel enn hraðari ef svo hefði ekki verið? Núverandi kjördæmaskipan er þó meingölluð. Þingmenn hafa að verulegu leyti glatað sambandi við sitt kjördæmi miðað við sem var þegar þau voru minni að umfangi. Það er líklega engin einföld leið til að bæta úr þessu. Ein hugmynd sem gæti hleypt nýju lífi í stjórnmálaumræðu og mögulega jafnað einhver sjónarmið er að skipta kosningum í tvo hluta, jafnvel með deildaskiptingu Alþingis. Það mætti kjósa um 40 til 50 þingmenn af landslistum, þar sem landið væri eitt kjördæmi. Síðan mætti kjósa um ca. 20 þingmenn í einmenningskjördæmum. Gæti verið líflegt og virkt form. Ein frétt sem vakti athygli er mismunur á fjölda heimsókna til sérgreinalækna eftir landshlutum. Þar er misvægið raunar meira en á atkvæðavægi og þá á hinn veginn. Svo geta menn velt fyrir sér hvort vegur þyngra þegar menn velja sér búsetu, að hafa greiðan aðgang að bestu þjónustu, eða hafa meira vægi í kosningum. Mig grunar að þjónustan vegi þyngra, enda bendir búsetuþróun til þess. Réttlætið er nefnilega margskonar og stundum er eins réttlæti annars ranglæti eins og þar segir. Áhætta er orð sem menn gleyma stundum að hafi merkingu. Okkar vísindamenn hafa sagt um árabil að við getum átt von á 200 til 300 ára eldsumbrotahrinu á Reykjanesi. Á sama tíma hefur verið rætt í fullri alvöru að auka enn uppbyggingu á þessu svæði. Með nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni, jafnvel nýjum alþjóðaflugvelli. Væru þá tveir aðalflugvellir okkar undir þessari raunverulegu áhættu. Heilbrigðisþjónustan hefur einnig markvisst verið færð á einn blett. Er þetta skynsamleg stefna? Sem betur fer er aðeins að rofa til og uppbygging á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli að komast á dagskrá. En væri ekki ráð að horfa á áhættu við staðsetningu heilbrigðisþjónustu einnig. Hvernig væri að stórefla Sjúkrahúsið á Akureyri sem háskólasjúkrahús í tengslum við Háskólann á Akureyri? Og byggja þar jafnhliða upp öfluga sérgreinaþjónustu lækna. Það er ekkert dýrara að flytja eitthvað af sjúklingum norður í þjónustu en að flytja fjöldann suður! Þetta myndi styrkja búsetu á öllu Norðausturlandi til lengri tíma og auka á sama tíma öryggi landsmanna allra. Jafnvægi og jafnræði er margvíslegt og mikilvægt að umræðan sé í takt við þá staðreynd. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun