Áfram stelpur! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2020 08:00 45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun