Efling nefnir fyrirtæki á svörtum lista sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 11:39 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún átti í töluverðum útistöðum við Árna Val Sólonsson hótelstjóra þegar á verkfalli félagsmanna Eflingar stóð í fyrra. Árni Valur segir fyrirtæki sitt komið í gjaldþrot en að fólk fái launin sín á endanum. Vísir/Vilhelm 23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“ Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“
Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira