Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 21:16 Schmeichel í leiknum gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45