Samþykktu vopnahlé í Nagorno-Karabakh Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2020 08:08 Frá vinstri: Azerbaijan's Foreign Minister Jeyhun Bayramov, utanríkisráðherra Aserbaídsjans, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra Armeníu. Utanríkisráðuneyti Rússlands Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu. Vopnahléið hefur tekið gildi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkin tvö, Armenía og Aserbaídsjan, muni nú hefja efnislegar viðræður um frið á svæðinu. Yfir 300 manns hafa látið lífið og þúsundir misst heimili sín í átökum sem hófust á svæðinu 27. september síðastliðinn. Armenar og Aserar hafa löngum deilt um svæðið og ofbeldi oft blossað upp í þeim deilum. Svæðið tilheyrir formlega Aserbaídsjan, en er stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Niðurstaða viðræðna ríkjanna tveggja er að frá og með hádegi að staðartíma í dag, klukkan átta að íslenskum tíma, verði vopnahlé milli stríðandi fylkinga. Þannig verði hægt að skiptast á föngum og fjarlægja lík þeirra sem fallið hafa í átökunum, sem ríkin hafa kennt hvort öðru um. Ríkin tvö hafa lengi deilt um yfirráð á svæðinu. Árið 1994 var stillt til friðar með samkomulagi, en þó hafa átök blossað upp inn á milli síðan þá. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa síðan þá haft frumkvæði að því að miðla málum milli ríkjanna. Átökin nú hafa valdið áhyggjum af því að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22 Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07 Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. 9. október 2020 10:22
Nagorno-Karabakh: Biðlað til deiluaðila að hlífa óbreyttum borgurum Vegna ótta um að vopnuð átök brjótist út á milli Armeníu og Azerbaidjan hefur Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hvatt deiluaðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög 30. september 2020 15:07
Framkvæmdastjórn ESB hvetur til vopnahlés Armena og Asera Tugir hafa farist í átökum Armena og Asera í Nagorno-Karabakk í dag og í gær. Evrópusambandið segir brýnt að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. 28. september 2020 20:08