Borg án veitingahúsa? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. október 2020 13:30 Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun