Þurfa allir að eiga bíl? En tvo? Ólafur Þór Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifa 8. október 2020 14:32 Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Skattar og tollar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bílaeign ein sú mesta í heimi, og nú eru yfir 820 bílar í landinu á hverja 1000 íbúa. Það þýðir að fimm manna fjölskylda á að meðaltali fjóra bíla. Til samanburðar eru innan við 500 bílar á 1000 íbúa í Danmörku og Svíþjóð. Norðmenn eiga rúmlega 500 bíla á 1000, og Finnar um 750. Aðeins fjögur lönd eða ríki eiga fleiri bíla en við; Bandaríkin, Nýja Sjáland, Mónakó og San Marinó. Fjöldi rafmagns- og tengiltvinnbíla fer vaxandi sem er jákvæð þróun. Þessi mikla bílaeign kostar okkur sem samfélag gríðarlega mikla fjármuni. Flestir ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og mengun frá bílum er mikil, bæði í formi útblásturs og vegna slits á dekkjum og götum. Í skipulagi stærri sveitarfélaga þarf að gera ráð fyrir um þremur bílastæðum fyrir hvern bíl í umferð, sem kallar á gríðarlega landnotkun auk þess mikla beina kostnaðar sem af hlýst. Með orkuskiptum mun gjaldtaka af bílum líklega breytast úr því að vera fyrst og fremst bensín og olíugjöld eins og er í dag yfir í bein notkunargjöld sem þarf til að standa undir vega- og gatnagerð. Sveitarfélögin hafa ekki haft heimildir til að innheimta umhverfisgjöld, nema helst bílastæðagjöld, en hafa umtalsverðan kostnað af bílaeign íbúanna. Þau hafa heldur ekki fengið hlutdeild í bifreiðagjöldum eða kolefnisgjöldum. Heppilegast væri að hvati sveitarfélaganna til íbúanna væri í formi hvatningar til að menga minna. Sveitarfélög gætu tekið upp ívilnanir til þeirra sem eiga einn eða engan bíl eða skipulagt sig þannig að aðgengi fyrir gangandi og hjólandi væri jafngott og fyrir einkabíla. Slíkar breytingar munu hafa í för með sér kostnað fyrir sveitarfélögin og við höfum því lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um hvort hægt sé að veita sveitarfélögunum heimild til innheimtu umhverfisgjalda og að ráðherra skili þinginu skýrslu þar um. Málið er flókið og því er afar mikilvægt að skoða það vel. Þar koma til að mynda inn atriði eins og hvernig á að tryggja að þeir sem þurfa bíla vegna sérstakra aðstæðna sinna verði ekki fyrir búsifjum, að tekið verði tillit til þeirra sem búa í dreifbýli og hafa ekki aðgang að almenningssamgöngum og svo mætti lengi telja. Að auki ber að líta til þess að álagning dreifist með réttlátum hætti og leggist ekki þyngst á þá sem minnst hafa. Aðalatriðið er að við skoðum með opnum huga hvernig við getum fært sveitarfélögunum þau tæki sem þau þurfa til að búa til jákvæða hvata fyrir íbúana. Þannig má taka skynsamlegar ákvarðanir í umhverfislegu tilliti. Höfundar eru þingmenn Vinstri grænna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun