Sverrir Ingi úr leik | Mikael kominn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:10 Sverrir Ingi í leik kvöldsins. PAOK komst ekki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Andrei Shramko/Getty Images Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Tveir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld er þau reyndu að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Mikael Anderson lék í örskamma stund í 4-1 sigri Midtjylland á meðan Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn í miðri vörn PAOK sem er úr leik. Vængmaðurinn Mikael Neville Anderson hóf leik Midtjylland og Slavia Prag á varamannabekknum en leikið var á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Danmörku. Eftir markalaust jafntefli í Tékklandi voru dönsku meistararnir í góðum málum fyrir leik. Þeir fengu þó blauta tuska í andlitið þegar gestirnir komust yfir strax á 3. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu áfram en það var ekki fyrr en á 65. mínútu sem Sory Kaba jafnaði metin fyrir Midtjylland. Kaba brenndi síðan af vítaspyrnu á 81. mínútu og virtist sem Prag gæti farið áfram á útivallarmarkareglunni. Aðeins þremur mínútum síðar fengu heimamenn aftur vítaspyrnu og Alexander Scholz – fyrrum leikmanni Stjörnunnar – brást ekki bogalistin. Staðan orðin 2-1 og á síðustu sex mínútum leiksins bætti danska liðið við tveimur mörkum. Mikael kom inn af bekknum alveg í blálokin þegar staðan var orðin 4-1 en það reyndust lokatölur. Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnar grísku meistaranna PAOK er liðið reyndi að snúa einvígi sínu gegn rússneska liðinu Krasnodar sér í vil. Gestirnir frá Rússlandi voru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn komust yfir með sjálfsmarki Giannis Michalidis á 73. mínútu og brakkan orðin brött fyrir PAOK. Omar El Kaddouri jafnaði metin á 77. mínútu en Remy Cabella – fyrrum leikmaður Newcastle United – kom Krasnodar aftur yfir mínútu síðar og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Krasnodar sem er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. PAOK fer hins vegar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Sverrir Ingi lék allan leikinn og nældi sér í gult spjald á 24. mínútu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira