Kreppan að skella á fólki í ferðaþjónustunni af miklum þunga Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2020 10:37 Ferðamenn eru flognir af landi brott og þar með er tekjulindin horfin. visir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent