Kreppan að skella á fólki í ferðaþjónustunni af miklum þunga Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2020 10:37 Ferðamenn eru flognir af landi brott og þar með er tekjulindin horfin. visir/vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir kreppuna vera að skella á ferðaþjónustunni af miklum þunga. Hann birti nú rétt í þessu örsögur af fólki sem hefur að undanförnu starfað í ferðaþjónustunni. Þetta segir hann varpa ljósi á það sem er að gerast þessa dagana. Myndirnar sem dregnar eru fram byggir framkvæmdastjórinn á símtölum sem honum eru að berast um þessar mundir á hverjum degi. „Leiðsögumaður sem rekur lítið ferðaþjónustufyrirtæki með konunni sinni og þurfti að fara á atvinnuleysisbætur strax í vor datt af tekjutengdu bótunum í lok ágúst. Hann fær ekki framlengingu tekjutengdu bótanna úr þremur í sex mánuði því að þær gilda bara frá 1. september, nokkrum dögum eftir að hann datt af þeim.“ Hér eru sannar örsögur úr ferðaþjónustunni sem allar eru að gerast þessa dagana. Sýnishorn af símtölunum sem ég fæ á...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 24. september 2020 Þetta er dæmi um örsögu sem Jóhannes Þór segir bregða ljósi á ástandið: „Hjón sem reka lítið jeppaferðafyrirtæki á Suðurlandi sjá fram á að missa eigur fyrirtækisins og vera tekjulaus á atvinnuleysisbótum í vetur. Fyrirtækið sem hefur staðið undir lifibrauði fjölskyldunnar er án aðstoðar líklega búið að vera. Heimili fjölskyldunnar er veðsett fyrir fjárfestingum fyrirtækisins. Þau vita ekki hvað tekur við.“ Hundrað þúsund þúsund krónur á mánuði Og þannig taka dæmin við eitt af öðru: „Hjón sem reka lítið gistiheimili á landsbyggðinni lækkuðu sín eigin laun verulega strax í vor til að geta greitt starfsfólkinu sínu full laun samkvæmt samningum. Jóhannes Þór Skúlason kallar eftir hjálp fyrir hönd fólks sem hefur starfað í ferðaþjónustunni. Kreppan er að skella á af miklu afli meðal þeirra sem hafa starfað í þeirri grein.visir/vilhelm Þau svo þurftu að segja fólki upp og fara sjálf á atvinnuleysisbætur í ágúst - en af því þau voru búin að lækka launin sín þá eiga þau mjög skertan bótarétt - fá ekki nema um 100 þúsund krónur hvort á mánuði. Þau vita ekki hvernig þau eiga að komast í gegn um veturinn. Þetta er að gerast í sambærilegum fjölskyldufyrirtækjum um allt land.“ Og að endingu: „Hjón, komin að eftirlaunaaldri, sem reka lítið fjölskylduhótel fjarri höfuðborginni sjá fram á að fyrirtækið muni líklega verða gjaldþrota og muni þá soga eignir þeirra með sér ofan í gjaldþrotið. Þau áttu innan við 200 þúsund krónur á bankareikningi um síðustu mánaðarmót. Þetta fólk er ferðaþjónustan.“ Stjórnvöld í klemmu Þessir og fjölmargir annarra, mikill fjöldi að sögn Jóhannesar, eru í erfiðri stöðu og framkvæmdastjórinn kallar eftir aðstoð. Hann segir að 86 prósent allra ferðaþjónustufyrirtækja séu fyrirtæki af þessu tagi, með innan við tíu starfsmenn. Fyrirtæki sem hafa byggt upp ný atvinnutækifæri og bætt lífskjör fólks á landsbyggðinni. Fólk sem sýndi frumkvæði, skóp verðmæti fyrir sig og samfélagið. Á sama tíma og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir að þarna séu mikil verðmæti nái þessi fyrirtæki að lifa af veturinn gagnrýnir Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins það að stjórnvöld hafi ráðstafað opinberu fé til ferðaþjónustunnar. Hlutfallslega hefur farið mest þangað í því sem snýr að aðgerðum stjórnvalda sem viðbragð við versnandi efnahagshorfum. Sigurður sagði, þá nýkominn af Iðnþingi sem haldið var um helgina, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að stjórnvöld væru búin að velja sigurvegara; þau vildu hafa eggin í sömu körfu og fjárfestu til fortíðar en ekki framtíðar. Ljóst má því vera að stjórnvöld standa frammi fyrir miklum og djúpstæðum vanda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira