Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 23:50 Útblástur frá bílum hefur verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. AP/Mark J. Terrill Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira