Þorgerður Katrín vill áfram leiða Viðreisn í Suðvesturkjördæmi Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2020 19:20 Stöð 2/Baldur Hrafnkell Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar áfram að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi. En fyrrverandi formaður flokksins sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í einhverju þriggja kjördæma á suðvesturhorninu í næstu kosningum. Fyrri hluti landþings Viðreisnar fer fram á föstudag í næstu viku þar sem kosið verður í embætti formanns og varaformanns og önnur embætti. Þá verður stjórnmáaályktun afgreidd á fundinum en síðari hluti fundarins verður haldinn þegar nær dregur kosningum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku. En Benedikt Jóhannesson sem sagði af sér formennsku skömmu fyrir þingkosingar í október 2017 hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til Alþingis í einu þriggja kjördæma á suðvesturhorninu. Hann var áður þingmaður Norðausturkjördæmis en náði ekki endurkjöri árið 2017. Heldur þú að hann fari að keppa um sætið þitt hér í suðvesturkjördæmi? Benedikt Jóhannesson er eins konar guðfaðir Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins. Hann sagði óvænt af sér formennsku skömmu fyrir alþingiskosningar í október 2017 eftir að hafa orðið fótaskortur á tungunni um ástæður þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk.Mynd/Viðreisn „Það kemur bara í ljós. Það á enginn neitt í flokknum. Ekki ég, ekki hann eða einhver annar ákveðið tilkall til einhvers eins. Við þurfum bara að gera þetta faglega. Vinna þetta í gegnum okkar flokksstofnanir. En fyrst og fremst er ég glöð yfir því að við höfum úr miklu mannvali að ráða þannig að við getum stillt upp sterku liði fyrir næstu kosningar,“ segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín Friðriksson leiðir Viðreisn í Reykjavík suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók forystusæti Þorsteins Víglundssonar þegar hann hætti þingmennsku í Reykjavík norður. Benedikt minnir á í Facebook færslu að hann sem formaður hafi boðið fram í erfiðasta kjördæmi flokksins, norðausturkjördæmi í kosningunum 2016 og náð kjöri og það hafi þáverandi varaformaður Jóna Sólveig Elínardóttir einnig gert í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín hugsar sig hins vegar ekki til hreyfings úr Kraganum. „Það er alltaf gott að vera hérna í Hafnarfirðinum,“ segir formaðurinn þegar hún er spurð hvort hún líti á þetta sem áskorun frá Bendikti. Og hér ætlar þú að vera áfram? „Já ég stefni á það. Við erum með tvo þingmenn hér og ég ætla mér frekar að bæta við í þessu mikilvæga kjördæmi. Fjölmennasta kjördæmi landsins. Við sjáum bara til. Við förum með þetta í gegnum flokkinn,“ segir formaðurinn. Viðreisn hefur hingað til ekki viðhaft prófkjör heldur stillt upp á fléttulista til að tryggja jafnan framgang kynjanna. Rætt var við Benedikt Jóhannesson í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort í skrifum hans á Facebook hafi falist áskorun til núverandi forystu flokksins að bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum sagði hann þetta vera áskorun til allra innan flokksins. „Þetta er bara áskorun til okkar allra að við reynum að standa okkur sem allra best og að við séum með sem sterkastan lista í öllum kjördæmum, þar með talið landsbyggðarkjördæmunum,“ sagði Benedikt. Þá var hann einnig spurður út í það hvort að suðvesturkjördæmi, kjördæmið sem núverandi formaður flokksins leiðir, komi alveg eins til greina eins og Reykjavíkurkjördæmin tvö. „Við verðum bara að sjá til hvernig aðstæður verða næsta haust þegar kosningarnar verða. Það sem ég sagði var það að ég ætla ekki að vera í einu af dreifbýliskjördæmunum, það er það sem er öruggt en ég held að við séum öll sammála um það að við ætlum að gera það sem styrkir okkar lista og málstað sem best og erum samstíga í því.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ætlar áfram að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi. En fyrrverandi formaður flokksins sækist eftir því að leiða lista Viðreisnar í einhverju þriggja kjördæma á suðvesturhorninu í næstu kosningum. Fyrri hluti landþings Viðreisnar fer fram á föstudag í næstu viku þar sem kosið verður í embætti formanns og varaformanns og önnur embætti. Þá verður stjórnmáaályktun afgreidd á fundinum en síðari hluti fundarins verður haldinn þegar nær dregur kosningum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir býður sig fram til áframhaldandi formennsku. En Benedikt Jóhannesson sem sagði af sér formennsku skömmu fyrir þingkosingar í október 2017 hefur tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til Alþingis í einu þriggja kjördæma á suðvesturhorninu. Hann var áður þingmaður Norðausturkjördæmis en náði ekki endurkjöri árið 2017. Heldur þú að hann fari að keppa um sætið þitt hér í suðvesturkjördæmi? Benedikt Jóhannesson er eins konar guðfaðir Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins. Hann sagði óvænt af sér formennsku skömmu fyrir alþingiskosningar í október 2017 eftir að hafa orðið fótaskortur á tungunni um ástæður þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk.Mynd/Viðreisn „Það kemur bara í ljós. Það á enginn neitt í flokknum. Ekki ég, ekki hann eða einhver annar ákveðið tilkall til einhvers eins. Við þurfum bara að gera þetta faglega. Vinna þetta í gegnum okkar flokksstofnanir. En fyrst og fremst er ég glöð yfir því að við höfum úr miklu mannvali að ráða þannig að við getum stillt upp sterku liði fyrir næstu kosningar,“ segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín Friðriksson leiðir Viðreisn í Reykjavík suður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók forystusæti Þorsteins Víglundssonar þegar hann hætti þingmennsku í Reykjavík norður. Benedikt minnir á í Facebook færslu að hann sem formaður hafi boðið fram í erfiðasta kjördæmi flokksins, norðausturkjördæmi í kosningunum 2016 og náð kjöri og það hafi þáverandi varaformaður Jóna Sólveig Elínardóttir einnig gert í Suðurkjördæmi. Þorgerður Katrín hugsar sig hins vegar ekki til hreyfings úr Kraganum. „Það er alltaf gott að vera hérna í Hafnarfirðinum,“ segir formaðurinn þegar hún er spurð hvort hún líti á þetta sem áskorun frá Bendikti. Og hér ætlar þú að vera áfram? „Já ég stefni á það. Við erum með tvo þingmenn hér og ég ætla mér frekar að bæta við í þessu mikilvæga kjördæmi. Fjölmennasta kjördæmi landsins. Við sjáum bara til. Við förum með þetta í gegnum flokkinn,“ segir formaðurinn. Viðreisn hefur hingað til ekki viðhaft prófkjör heldur stillt upp á fléttulista til að tryggja jafnan framgang kynjanna. Rætt var við Benedikt Jóhannesson í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort í skrifum hans á Facebook hafi falist áskorun til núverandi forystu flokksins að bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum sagði hann þetta vera áskorun til allra innan flokksins. „Þetta er bara áskorun til okkar allra að við reynum að standa okkur sem allra best og að við séum með sem sterkastan lista í öllum kjördæmum, þar með talið landsbyggðarkjördæmunum,“ sagði Benedikt. Þá var hann einnig spurður út í það hvort að suðvesturkjördæmi, kjördæmið sem núverandi formaður flokksins leiðir, komi alveg eins til greina eins og Reykjavíkurkjördæmin tvö. „Við verðum bara að sjá til hvernig aðstæður verða næsta haust þegar kosningarnar verða. Það sem ég sagði var það að ég ætla ekki að vera í einu af dreifbýliskjördæmunum, það er það sem er öruggt en ég held að við séum öll sammála um það að við ætlum að gera það sem styrkir okkar lista og málstað sem best og erum samstíga í því.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira