Belgar munu loks skila tönninni úr Lumumba til Kongó Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 13:20 Patrice Lumumba var handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins. Hann var síðar ráðinn af dögum. Getty Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og var líki hans eytt, að frátalinni einni tönn. Dóttir Lumumba hefur barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins, það er Austur-Kongó, og segir hún niðurstöðu dómstólsins táknrænan og „mikinn sigur“ fyrir þjóðina. Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Líkinu eytt Lumumba var hins vegar handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var svo ráðinn af dögum af aðskilnaðarsinnum í janúar 1961 og er talið að lík hans hafi svo verið sagað í sundur og leyst upp í sýru í tilraun til að koma í veg fyrir að gröf hans yrði mögulega að áfangastað pílagríma. Lögreglumaður sem átti að hafa átt þátt í að eyða líkinu á að hafa rifið tönn úr Lumumba og svo farið með tönnina til Belgíu. Tönnin hefur svo verið í fórum fjölskyldu mannsins æ síðan. Tönnin sé úr Lumumba Talsmaður saksóknaraembættis í Belgíu, Eric Van Duyse, segir að ekki verði tekið lífsýni úr tönninni þar sem slík framkvæmd myndi eyðileggja sjálfa tönnina. Yfirvöld séu þó ekki í nokkrum vafa – tönninn sé úr Lumumba. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í langi ábyrgð bæði bandarískra og belgískra stjórnvalda, vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum. Belgía Austur-Kongó Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Dómstóll í Belgíu hefur nú greitt leiðina fyrir því að tönn úr Patrice Lumumba, sjálfstæðishetju og fyrsta forsætisráðherra Kongó, verði skilað aftur til heimalandsins. Lumumba var ráðinn af dögum árið 1961 og var líki hans eytt, að frátalinni einni tönn. Dóttir Lumumba hefur barist fyrir því í áraraðir að fá tönnina aftur til heimalandsins, það er Austur-Kongó, og segir hún niðurstöðu dómstólsins táknrænan og „mikinn sigur“ fyrir þjóðina. Lumumba varð fyrsti forsætisráðherra Kongó árið 1960, þá einungis 34 ára gamall, eftir að landið lýsti yfir sjálfstæði frá Belgíu. Hann hafði þá barist fyrir sjálfstæði landsins um árabil. Líkinu eytt Lumumba var hins vegar handtekinn og fangelsaður eftir valdarán hersins undir stjórn Mobutu Sese Seko sem átti eftir að stýra landinu með harðri hendi allt til dauðadags 1997. Lumumba var svo ráðinn af dögum af aðskilnaðarsinnum í janúar 1961 og er talið að lík hans hafi svo verið sagað í sundur og leyst upp í sýru í tilraun til að koma í veg fyrir að gröf hans yrði mögulega að áfangastað pílagríma. Lögreglumaður sem átti að hafa átt þátt í að eyða líkinu á að hafa rifið tönn úr Lumumba og svo farið með tönnina til Belgíu. Tönnin hefur svo verið í fórum fjölskyldu mannsins æ síðan. Tönnin sé úr Lumumba Talsmaður saksóknaraembættis í Belgíu, Eric Van Duyse, segir að ekki verði tekið lífsýni úr tönninni þar sem slík framkvæmd myndi eyðileggja sjálfa tönnina. Yfirvöld séu þó ekki í nokkrum vafa – tönninn sé úr Lumumba. Lengi hefur verið deilt um dauða Lumumba og þá sér í langi ábyrgð bæði bandarískra og belgískra stjórnvalda, vegna mögulegra tenginga Lumumba við Sovétríkin. Rannsóknarnefnd Belgíuþings komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn landsins bæri „siðferðislega ábyrgð“ á dauða hans. Þá greindi bandarísk rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings frá því árið 1975 að leyniþjónusta landsins, CIA, hafi á sínum tíma staðið fyrir misheppnaðri tilraun til að ráða Lumumba af dögum.
Belgía Austur-Kongó Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira