Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:14 Menn ganga um rústir hjólhýsahverfis í Phoenix í Oregon. Stór hluti bæjarins brann til kaldra kola, eða um 600 heimili. AP/Scott Stoddard Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. Í morgun loguðu minnst 39 gróðureldar í Oregon og hefur fjöldinn og umfang eldanna komið embættismönnum í opna skjöldu. Á einungis þremur dögum hafa um 364 þúsund hektarar brunnið í Oregon. Það er nærri því tvöfalt það landflæmi sem brennur á hefðbundnu ári. Um 40 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. „Við höfum aldrei áður séð sambærilegt magn elda í ríkinu,“ sagði Kate Brown, ríkisstjóri, á blaðamannafundi í dag. Hún sagði óljóst hve margir hefðu dáið en samkvæmt Oregonian eru þeir minnst þrír. Brown hefur óskað eftir aðstoð frá öðrum ríkjum vegna ástandsins. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni, þar sem hinar miklu skemmdir í Phoenix eru sýndar og rætt er við nokkra íbúa. Sambærilega sögu er að segja frá Kaliforníu og Washington þar sem fjölmargir eldar loga einnig. Minnst þrír hafa dáið í Kaliforníu þar sem eldarnir hafa dreift hratt úr sér í dag vegna þurra vinda. Á meðal hinna látnu eru ungur drengur og amma hans. Vitað er að eins árs barn dó í Washington, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar búast við hagstæðari vindum á næstu dögum. Today's view of the large smoke layer along the U.S. Pacific Coast. pic.twitter.com/MfdFgymrFL— CIRA (@CIRA_CSU) September 10, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Átta þúsund ferkílómetrar brunnir en versti tíminn eftir Skógar- og kjarreldar hafa brennt tvær milljónir ekra (um átta þúsund ferkílómetra) í Kaliforníu í Bandaríkjunum á þessu ári. Það er met og enn berjast slökkviliðsmenn við elda víða. 7. september 2020 22:33