Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:30 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/Patrick Semansky Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. Fyrirtækið heitir SKDKnickerbocker og á í nánu samstarfi við framboð Biden og aðra Demókrata og hefur komið að minnst sex forsetaframboðum. Tölvuþrjótarnir rússnesku eru sagðir hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar sem hefur heimildir fyrir því að tölvuþrjótunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld Rússlands hafa stutt framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með áróðri og öðrum aðferðum. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, segir í bloggfærslu að tölvuþrjótar hafi beint árásum sínum að 6.912 manns sem starfi hjá 28 stjórnmálastofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Engin árás virðist þó hafa heppnast hingað til. In recent weeks, we ve detected nation-state cyberattacks targeting people & organizations involved in the upcoming U.S. election. At Microsoft, we have & will continue to take action to help defend our democracy against these attacks. More in my blog: https://t.co/SdpkfCv6lL— Tom Burt (@TomBurt45) September 10, 2020 Eins og frægt er laumuðu sömu rússneskir tölvuþrjótar sér inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar landsnefndarinnar voru í kjölfarið birtir af Wikileaks. Afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningum í Bandaríkjunum eiga sér að miklu leyti stað á samfélagsmiðlum en nýverið komst upp um rússneska útsendara sem stofnuðu gervifréttasíðu til að ná til vinstri sinnaðra kjósenda. Ritstjórar síðunnar voru ekki raunverulegir en raunverulegar manneskjur voru fengnar til að skrifa fyrir síðuna, undir fölskum forsendum. Þar voru starfsmenn rússnesku Netrannsóknastofnunina, eða Internet Research Agency. Það er rússneskt fyrirtæki sem meðal annars gerir einnig út tilbúin nettröll á samfélagsmiðlum og dreifir falsfréttum. Þessu lýstu starfsmenn IRA sem „upplýsingahernaði“ fyrir kosningarnar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag að úkraínski þingmaðurinn Andriy Derkach hefði verið settur á lista yfir aðila sem koma að kosningaafskiptum Rússa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Derkach hafi verið „útsendari“ Rússa í rúman áratug. Þrír starfsmenn IRA voru einnig settir á listann. Derkach rataði í fréttir vestanhafs í fyrra þegar hann hitti Rudy Giuliani, einkalögmann Trump. Þá lét þingmaðurinn Giuliani fá upplýsingar sem áttu að koma niður á Joe Biden. Þær upplýsingar sem Giuliani fékk hafa ekki reynst á rökum reistar. Here is President Trump's personal lawyer getting disinformation from a guy the Treasury Department calls "an active Russian agent." https://t.co/dkCrY4RSBi pic.twitter.com/rbX7EmAim5— Dan Friedman (@dfriedman33) September 10, 2020 Embættismenn í Bandaríkjunum hafa staðfest að afskiptum Rússa af kosningunum í nóvember sé ætlað að styðja Trump. Ríkisstjórn Trump hefur þó sömuleiðis haldið því fram að yfirvöld í Kína og Íran séu einnig að reyna að hafa afskipti af kosningunum og þau ríki styðji Biden. New York Times segir að starfsmenn Microsoft hafi einnig orðið varir við tölvuþrjóta frá Kína og Íran. Kínverjar eru þó sagðir beita sér meira gegn Demókrötum en Repúblikönum, sem er þvert á það sem Trump-liðar hafa haldið fram. Íranir hafa reynt árásir á tölvukerfi landsnefndar Repúblikana en án árangurs. Háttsetur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna kvartaði nýverið yfir því að honum hafi verið skipað að hætta að dreifa upplýsingum um kosningaafskipti Rússa, því það léti Trump líta illa út. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings eru að rannsaka Demókrata og Úkraínu. Demókratar segja þá vera að ýta undir áróður og samsæriskenningar frá Rússlandi. Demókratar hafa meðal annars sakað Repúblikana um að byggja rannsóknir sýnar á gögnum frá Derkach. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. Fyrirtækið heitir SKDKnickerbocker og á í nánu samstarfi við framboð Biden og aðra Demókrata og hefur komið að minnst sex forsetaframboðum. Tölvuþrjótarnir rússnesku eru sagðir hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar sem hefur heimildir fyrir því að tölvuþrjótunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld Rússlands hafa stutt framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með áróðri og öðrum aðferðum. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, segir í bloggfærslu að tölvuþrjótar hafi beint árásum sínum að 6.912 manns sem starfi hjá 28 stjórnmálastofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Engin árás virðist þó hafa heppnast hingað til. In recent weeks, we ve detected nation-state cyberattacks targeting people & organizations involved in the upcoming U.S. election. At Microsoft, we have & will continue to take action to help defend our democracy against these attacks. More in my blog: https://t.co/SdpkfCv6lL— Tom Burt (@TomBurt45) September 10, 2020 Eins og frægt er laumuðu sömu rússneskir tölvuþrjótar sér inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar landsnefndarinnar voru í kjölfarið birtir af Wikileaks. Afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningum í Bandaríkjunum eiga sér að miklu leyti stað á samfélagsmiðlum en nýverið komst upp um rússneska útsendara sem stofnuðu gervifréttasíðu til að ná til vinstri sinnaðra kjósenda. Ritstjórar síðunnar voru ekki raunverulegir en raunverulegar manneskjur voru fengnar til að skrifa fyrir síðuna, undir fölskum forsendum. Þar voru starfsmenn rússnesku Netrannsóknastofnunina, eða Internet Research Agency. Það er rússneskt fyrirtæki sem meðal annars gerir einnig út tilbúin nettröll á samfélagsmiðlum og dreifir falsfréttum. Þessu lýstu starfsmenn IRA sem „upplýsingahernaði“ fyrir kosningarnar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag að úkraínski þingmaðurinn Andriy Derkach hefði verið settur á lista yfir aðila sem koma að kosningaafskiptum Rússa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Derkach hafi verið „útsendari“ Rússa í rúman áratug. Þrír starfsmenn IRA voru einnig settir á listann. Derkach rataði í fréttir vestanhafs í fyrra þegar hann hitti Rudy Giuliani, einkalögmann Trump. Þá lét þingmaðurinn Giuliani fá upplýsingar sem áttu að koma niður á Joe Biden. Þær upplýsingar sem Giuliani fékk hafa ekki reynst á rökum reistar. Here is President Trump's personal lawyer getting disinformation from a guy the Treasury Department calls "an active Russian agent." https://t.co/dkCrY4RSBi pic.twitter.com/rbX7EmAim5— Dan Friedman (@dfriedman33) September 10, 2020 Embættismenn í Bandaríkjunum hafa staðfest að afskiptum Rússa af kosningunum í nóvember sé ætlað að styðja Trump. Ríkisstjórn Trump hefur þó sömuleiðis haldið því fram að yfirvöld í Kína og Íran séu einnig að reyna að hafa afskipti af kosningunum og þau ríki styðji Biden. New York Times segir að starfsmenn Microsoft hafi einnig orðið varir við tölvuþrjóta frá Kína og Íran. Kínverjar eru þó sagðir beita sér meira gegn Demókrötum en Repúblikönum, sem er þvert á það sem Trump-liðar hafa haldið fram. Íranir hafa reynt árásir á tölvukerfi landsnefndar Repúblikana en án árangurs. Háttsetur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna kvartaði nýverið yfir því að honum hafi verið skipað að hætta að dreifa upplýsingum um kosningaafskipti Rússa, því það léti Trump líta illa út. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings eru að rannsaka Demókrata og Úkraínu. Demókratar segja þá vera að ýta undir áróður og samsæriskenningar frá Rússlandi. Demókratar hafa meðal annars sakað Repúblikana um að byggja rannsóknir sýnar á gögnum frá Derkach.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22