Ys og þys á fasteignamarkaði í júlí Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2020 09:32 Minna framboð og aukin eftirspurn eftir eignum hefur stytt meðalsölutíma eigna og fer hann ört lækkandi. Vísir/vilhelm Fasteignaviðskipti virðast enn vera í miklum uppgangi en fjöldi þinglýstra kaupsamninga hafa ekki verið fleiri það sem af er ári en í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í septemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Þar segir að sömu sögu sé að segja um skammtímavísi HMS – það er fjöldi íbúða sem teknar eru úr sölu – þar sem má sjá mikla aukningu þriðja mánuðinn í röð. Sé litið til seinustu þriggja mánaða hafa 24 prósent fleiri íbúðir verið teknar úr sölu miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar sé mesta aukningin meðal nýrra íbúða en þar hafi fjöldinn milli ára dregist saman um 56 prósent. „Minna framboð og aukin eftirspurn eftir eignum hefur stytt meðalsölutíma eigna og fer hann ört lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu í júlí tók að jafnaði 43 daga að selja fjölbýli og 50 daga að selja sérbýli sem er í báðum tilfellum lægra en hefur mælst frá upphafi mælinga í byrjun árs 2013. HMS Tólf mánaða hækkunartaktur íbúðaverðs jókst þó nokkuð milli mánaða samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta en í júlí mældist hann 7,4% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess og 9,1% annars staðar á landinu. Með pöruðum viðskiptum er átt við muninn á kaupverði fasteignar þegar hún er seld öðru sinni,“ segir í tilkynningu. Metmánuður á metmánuð ofan Þá segir ennfremur í skýslunni að ekkert lát sé á vexti bankanna til heimila. „Frá því í apríl á þessu ári hafa hver metin verið slegin á fætur öðru í útlánum til einstaklinga. Sömu þróun er að sjá og undanfarna mánuði þar sem nánast öll ný útlán eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum. Aldrei hafa fleiri slík lán verið gefin út og í júlí síðastliðnum, þar sem hrein ný óverðtryggð lán hjá bönkunum á breytilegum vöxtum námu rúmlega 45 milljörðum króna,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Fasteignaviðskipti virðast enn vera í miklum uppgangi en fjöldi þinglýstra kaupsamninga hafa ekki verið fleiri það sem af er ári en í júlí síðastliðnum. Þetta kemur fram í septemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Þar segir að sömu sögu sé að segja um skammtímavísi HMS – það er fjöldi íbúða sem teknar eru úr sölu – þar sem má sjá mikla aukningu þriðja mánuðinn í röð. Sé litið til seinustu þriggja mánaða hafa 24 prósent fleiri íbúðir verið teknar úr sölu miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar sé mesta aukningin meðal nýrra íbúða en þar hafi fjöldinn milli ára dregist saman um 56 prósent. „Minna framboð og aukin eftirspurn eftir eignum hefur stytt meðalsölutíma eigna og fer hann ört lækkandi. Á höfuðborgarsvæðinu í júlí tók að jafnaði 43 daga að selja fjölbýli og 50 daga að selja sérbýli sem er í báðum tilfellum lægra en hefur mælst frá upphafi mælinga í byrjun árs 2013. HMS Tólf mánaða hækkunartaktur íbúðaverðs jókst þó nokkuð milli mánaða samkvæmt vísitölu paraðra viðskipta en í júlí mældist hann 7,4% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess og 9,1% annars staðar á landinu. Með pöruðum viðskiptum er átt við muninn á kaupverði fasteignar þegar hún er seld öðru sinni,“ segir í tilkynningu. Metmánuður á metmánuð ofan Þá segir ennfremur í skýslunni að ekkert lát sé á vexti bankanna til heimila. „Frá því í apríl á þessu ári hafa hver metin verið slegin á fætur öðru í útlánum til einstaklinga. Sömu þróun er að sjá og undanfarna mánuði þar sem nánast öll ný útlán eru óverðtryggð með breytilegum vöxtum. Aldrei hafa fleiri slík lán verið gefin út og í júlí síðastliðnum, þar sem hrein ný óverðtryggð lán hjá bönkunum á breytilegum vöxtum námu rúmlega 45 milljörðum króna,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira