Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2020 13:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir með augun á boltanum í leik með Utah Royals. Hún er nú að láni hjá Val. VÍSIR/GETTY Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. Dell Loy Hansen er eigandi Utah Royals sem og Real Salt Lake sem leikur í úrvalsdeild karla í Bandaríkjunum. The Athletic hefur fjallað ítarlega um kynþáttaníð hans í kjölfar afar ósmekklegra ummæla í útvarpsþætti í síðustu viku. Auk Hansen er viðskiptastjórinn Andy Carroll borinn þungum sökum í fréttum tengdum sölu félaganna. Í grein RSL Soapbox segir að Carroll hafi ítrekað gerst sekur um ósæmileg ummæli í garð kvenna. Rebecca Cade, sem starfaði fyrir fyrirtæki Hansens sem fréttaritari, segir Carroll meðal annars hafa rætt fjálglega við aðra karlmenn í fyrirtækinu um útlit hennar, til að mynda brjóst hennar. Vildi að leikmenn væru í „kynþokkafullum stellingum“ Roscoe Myrick, sem vann sem ljósmyndari fyrir Utah Royals, sagði svo að í fyrra hefði Carroll krafist þess að leikmenn ættu að vera í „kynþokkafullum stellingum“ á myndum sem teknar voru á sérstökum fjölmiðladegi. Því var hafnað af öðru starfsfólki. Þá vildi Carroll að myndir af Christen Press, Amy Rodriguez og Kelley O‘Hara væru notaðar á auglýsingaskilti og í auglýsingar, þar sem honum þótti þær sætastar í liðinu. Gunnhildur Yrsa og Becky Sauerbrunn, sem voru í stórum hlutverkum í liðinu, væru „of ófríðar“. Gunnhildur, sem hefur verið leikmaður Utah Royals frá árinu 2018 en er að láni hjá Val síðan í síðasta mánuði, tjáði sig um málið á Twitter í dag. Hún sagði ummæli Carroll viðbjóðsleg. Theses remarks are disgusting and as someone who was personally named I want to say...Enough. The days where women are judged by their looks are OVER. I won t be silent anymore. As @beckysauerbrunn says: our accomplishments are worthy of recognition, in and of themselves. https://t.co/7o0mdouKUQ— Gunnhildur Yrsa (@Gunnhildur_Yrsa) September 3, 2020 Sagði mótmæli leikmanna hnífsstungu í bakið Hansen lét sín ósmekklegu ummæli falla í síðustu viku þegar rætt var um þá ákvörðun leikmanna Real Salt Lake að spila ekki leik, og taka þannig þátt í mótmælum eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. „Þetta er sorglegt. Þetta er eins og að einhver stingi mann í bakið og maður er að reyna að losa hnífinn og komast áfram. Þannig líður mér. Þetta er alveg rosaleg vanvirðing,“ sagði Hansen um þá ákvörðun leikmanna að spila ekki. Í kjölfarið birti The Athletic grein þar sem saga Hansen er rakin og fjallað um rasísk ummæli sem hann mun hafa látið falla í gegnum tíðina, meðal annars gagnvart undirmönnum sínum. MLS-deildin sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að deildin myndi vinna með Hansen að sölu Real Salt Lake. Að sama skapi vinnur NWSL-deildin nú með Hansen að sölu Utah Royals. Update on Dell Loy Hansen's involvement with @UtahRoyalsFC: pic.twitter.com/gF9TDEvmjO— NWSL (@NWSL) August 30, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jacob Blake hafi verið skotinn til bana en það hefur verið leiðrétt. MLS Fótbolti Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. Dell Loy Hansen er eigandi Utah Royals sem og Real Salt Lake sem leikur í úrvalsdeild karla í Bandaríkjunum. The Athletic hefur fjallað ítarlega um kynþáttaníð hans í kjölfar afar ósmekklegra ummæla í útvarpsþætti í síðustu viku. Auk Hansen er viðskiptastjórinn Andy Carroll borinn þungum sökum í fréttum tengdum sölu félaganna. Í grein RSL Soapbox segir að Carroll hafi ítrekað gerst sekur um ósæmileg ummæli í garð kvenna. Rebecca Cade, sem starfaði fyrir fyrirtæki Hansens sem fréttaritari, segir Carroll meðal annars hafa rætt fjálglega við aðra karlmenn í fyrirtækinu um útlit hennar, til að mynda brjóst hennar. Vildi að leikmenn væru í „kynþokkafullum stellingum“ Roscoe Myrick, sem vann sem ljósmyndari fyrir Utah Royals, sagði svo að í fyrra hefði Carroll krafist þess að leikmenn ættu að vera í „kynþokkafullum stellingum“ á myndum sem teknar voru á sérstökum fjölmiðladegi. Því var hafnað af öðru starfsfólki. Þá vildi Carroll að myndir af Christen Press, Amy Rodriguez og Kelley O‘Hara væru notaðar á auglýsingaskilti og í auglýsingar, þar sem honum þótti þær sætastar í liðinu. Gunnhildur Yrsa og Becky Sauerbrunn, sem voru í stórum hlutverkum í liðinu, væru „of ófríðar“. Gunnhildur, sem hefur verið leikmaður Utah Royals frá árinu 2018 en er að láni hjá Val síðan í síðasta mánuði, tjáði sig um málið á Twitter í dag. Hún sagði ummæli Carroll viðbjóðsleg. Theses remarks are disgusting and as someone who was personally named I want to say...Enough. The days where women are judged by their looks are OVER. I won t be silent anymore. As @beckysauerbrunn says: our accomplishments are worthy of recognition, in and of themselves. https://t.co/7o0mdouKUQ— Gunnhildur Yrsa (@Gunnhildur_Yrsa) September 3, 2020 Sagði mótmæli leikmanna hnífsstungu í bakið Hansen lét sín ósmekklegu ummæli falla í síðustu viku þegar rætt var um þá ákvörðun leikmanna Real Salt Lake að spila ekki leik, og taka þannig þátt í mótmælum eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. „Þetta er sorglegt. Þetta er eins og að einhver stingi mann í bakið og maður er að reyna að losa hnífinn og komast áfram. Þannig líður mér. Þetta er alveg rosaleg vanvirðing,“ sagði Hansen um þá ákvörðun leikmanna að spila ekki. Í kjölfarið birti The Athletic grein þar sem saga Hansen er rakin og fjallað um rasísk ummæli sem hann mun hafa látið falla í gegnum tíðina, meðal annars gagnvart undirmönnum sínum. MLS-deildin sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að deildin myndi vinna með Hansen að sölu Real Salt Lake. Að sama skapi vinnur NWSL-deildin nú með Hansen að sölu Utah Royals. Update on Dell Loy Hansen's involvement with @UtahRoyalsFC: pic.twitter.com/gF9TDEvmjO— NWSL (@NWSL) August 30, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Jacob Blake hafi verið skotinn til bana en það hefur verið leiðrétt.
MLS Fótbolti Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00 Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30
Gunnhildur fegin að komast til Íslands: „Vorum tvær saman í þrjá mánuði“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir getur vart beðið eftir því að komast til Íslands í frí eftir erfiða mánuði í Bandaríkjunum þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur haldið landsliðskonunni í hálfgerðri gíslingu frá því í mars. 22. júlí 2020 11:00
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31