Sagan endalausa Ingvar Arnarson skrifar 26. ágúst 2020 08:30 Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið. Á þeim fundi komu fram nokkrar mögulegar staðsetningar fyrir knatthúsið og mörg áhugaverð sjónarmið sem voru rædd. Miðað við kostnaðargreiningu sem var lögð fyrir bæjarráð 19. maí 2015 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins yrði á bilinu 650 – 1.850 milljónir króna og stefnt var að því að hefja framkvæmdir á því kjörtímabili. Í upphafi árs 2019 breyttist knatthúsið í fjölnota íþróttahús. Efnt var til samkeppni um hönnun og byggingu hússins í Vetrarmýri og í framhaldinu samið við ÍAV sem fékk 5 í einkunn fyrir hönnun og í alútboði átti verkið að kosta 4,3 milljarða. Það var áhugavert að sjá að húsið sem fékk 9,2 í einkunn fyrir hönnun og átti að kosta 4,6 milljarða varð ekki fyrir valinu. Þann 3. maí 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu hússins og áætluð verklok í apríl 2021. Á haustdögum 2019 var síðan kominn upp ágreiningur um grundun og í framhaldi hætti verktaki að vinna að verkinu, þá var Bleik brugðið. Í júní 2020 samþykkti meirihlutinn í bæjarráði samkomulag við verkataka um að halda áfram með verkið. Upphæðin sem ÍAV krefst er 405,2 milljónir fyrir það sem þeir telja aukaverk. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að gengiskostnaður af efni sem verktaki er að kaupa erlendis frá lendi á Garðabæ. Hvergi í alútboðsgögnum er minnst á gengisáhættu hjá verkkaupa(Garðabæ), þar er einungis miðað við breytingar á byggingavísitölu. Einnig greiðir Garðabær óafturkræfar 60 milljónir inn á þetta aukaverk. Það sem eftir stendur fer í gerðardóm þ.e.a.s. 228,2 milljónir. Ef úrskurður gerðardóms fer á versta veg getur samkomulagið kostað skattgreiðendur í Garðabæ ca. 340 milljónir. Í samkomulaginu eru gefnar eftir tafabætur sem hefðu reiknast sem 6 mánaða seinkunn og væru ca. 720 milljónir. Á bæjarráðsfundi þann 23. júní gat ég ekki samþykkt þetta samkomulag og í kjölfarið lét ég bóka eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli.“ Samkomulagið var svo tekið fyrir í bæjarstjórn þann 20. ágúst en þar hrósaði einn bæjarfulltrúi meirahlutans ÍAV sérstaklega fyrir að sinna hagsmunum sínum vel og í framhaldinum var samkomulagið samþykkt af meirihlutanum. Að mínu mati er mikilvægt að skoða hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Einhvers staðar hljóta að hafa verið gerð mistök úr því að þetta verk var ekki inn í alútboði og mikilvægt að vita hvort þau mistök séu af hálfu Garðabæjar eða ÍAV. Það er því miður mjög algengt að útboð séu kærð og of oft eykst kostnaður verka miðað við útboð og nánast alltaf lendir þessi kostnaður á okkur skattgreiðendum. En nú virðist sagan ætla að taka enda í desember 2021. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Ingvar Arnarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Fyrir ca.20 árum hófst umræðan um að byggja knatthús í Garðabæ. Það gekk illa að ákveða staðsetningu og í mars 2015 var haldinn íbúafundur um málið. Á þeim fundi komu fram nokkrar mögulegar staðsetningar fyrir knatthúsið og mörg áhugaverð sjónarmið sem voru rædd. Miðað við kostnaðargreiningu sem var lögð fyrir bæjarráð 19. maí 2015 var gert ráð fyrir að kostnaður við byggingu hússins yrði á bilinu 650 – 1.850 milljónir króna og stefnt var að því að hefja framkvæmdir á því kjörtímabili. Í upphafi árs 2019 breyttist knatthúsið í fjölnota íþróttahús. Efnt var til samkeppni um hönnun og byggingu hússins í Vetrarmýri og í framhaldinu samið við ÍAV sem fékk 5 í einkunn fyrir hönnun og í alútboði átti verkið að kosta 4,3 milljarða. Það var áhugavert að sjá að húsið sem fékk 9,2 í einkunn fyrir hönnun og átti að kosta 4,6 milljarða varð ekki fyrir valinu. Þann 3. maí 2019 var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu hússins og áætluð verklok í apríl 2021. Á haustdögum 2019 var síðan kominn upp ágreiningur um grundun og í framhaldi hætti verktaki að vinna að verkinu, þá var Bleik brugðið. Í júní 2020 samþykkti meirihlutinn í bæjarráði samkomulag við verkataka um að halda áfram með verkið. Upphæðin sem ÍAV krefst er 405,2 milljónir fyrir það sem þeir telja aukaverk. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að gengiskostnaður af efni sem verktaki er að kaupa erlendis frá lendi á Garðabæ. Hvergi í alútboðsgögnum er minnst á gengisáhættu hjá verkkaupa(Garðabæ), þar er einungis miðað við breytingar á byggingavísitölu. Einnig greiðir Garðabær óafturkræfar 60 milljónir inn á þetta aukaverk. Það sem eftir stendur fer í gerðardóm þ.e.a.s. 228,2 milljónir. Ef úrskurður gerðardóms fer á versta veg getur samkomulagið kostað skattgreiðendur í Garðabæ ca. 340 milljónir. Í samkomulaginu eru gefnar eftir tafabætur sem hefðu reiknast sem 6 mánaða seinkunn og væru ca. 720 milljónir. Á bæjarráðsfundi þann 23. júní gat ég ekki samþykkt þetta samkomulag og í kjölfarið lét ég bóka eftirfarandi: „Garðabæjarlistinn telur að ÍAV hafi haft allar upplýsingar þegar fyrirtækið tók þátt í alútboði um byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ. Í ljósi þessa er ekki hægt að samþykkja aukin útgjöld úr bæjarsjóði Garðabæjar vegna hönnunar og byggingu hússins. Einnig er óskiljanlegt að Garðabær ætli að samþykkja þetta mikla seinkun á afhendingu hússins án þess að rukka tafabætur. Að okkar mati hefur ÍAV ekki staðið við gerða samninga og þ.a.l. beðið mikla álitshnekki fyrir sitt framferði í þessu máli.“ Samkomulagið var svo tekið fyrir í bæjarstjórn þann 20. ágúst en þar hrósaði einn bæjarfulltrúi meirahlutans ÍAV sérstaklega fyrir að sinna hagsmunum sínum vel og í framhaldinum var samkomulagið samþykkt af meirihlutanum. Að mínu mati er mikilvægt að skoða hvar ábyrgðin liggur í þessu máli. Einhvers staðar hljóta að hafa verið gerð mistök úr því að þetta verk var ekki inn í alútboði og mikilvægt að vita hvort þau mistök séu af hálfu Garðabæjar eða ÍAV. Það er því miður mjög algengt að útboð séu kærð og of oft eykst kostnaður verka miðað við útboð og nánast alltaf lendir þessi kostnaður á okkur skattgreiðendum. En nú virðist sagan ætla að taka enda í desember 2021. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun