Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 16:45 Hvítir frauðkassar, hlaðnir ferskum fiski, á leið um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
„Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45