Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 12:14 Kenískur bóndi glímir við engisprettusveim í janúar. Vísir/EPA Sameinuðu þjóðirnar telja að nokkur lönd í Austur-Afríku gæti verið á barmi hungursneyðar nái menn ekki tökum á ógurlegum engisprettusveimi sem hefur lagst á akra og beitarland fljótlega. Tilraunir til að hafa hemil á plágunni hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Hundruð milljarðar engisprettna tæta nú í sig allt ætilegt í Eþíópíu, Sómalíu, Kenía, Tansaníu og Úganda. Óttast er að engispretturnar eigi eftir að fjölga sér enn frekar. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varar við því að þær fjölgi sér svo hratt að fjöldinn gæti hafa fimmhundruðfaldast í júní. Stofnun hefur óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi til um 76 milljónir dollara, jafnvirði um 9,7 milljarða íslenskra króna, til þess að úða skordýraeitri yfir sveimina úr lofti. Það er talin árangursríkasta leiðin til að glíma við pláguna en ríkin skortir búnað og fjármuni til þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verði útbreiðsla engisprettanna ekki takmörkuð þurfi alþjóðasamfélagið að öðrum kosti að leggja til umfangsmikla matvælaaðstoð í mannúðarástandi sem gæti farið úr böndunum, að sögn Dominique Burgeon, forstöðumanns neyðarmála hjá FAO. Engisprettufaraldurinn nú er talinn sá versti í Kenía í 70 ár og sá versti í Eþíópíu og Sómalíu í aldarfjórðung. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í allri Sómalíu vegna hans. Talið er að engispretturnar hafi komið frá Jemen fyrir um þremur mánuðum. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tansanía Úganda Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja að nokkur lönd í Austur-Afríku gæti verið á barmi hungursneyðar nái menn ekki tökum á ógurlegum engisprettusveimi sem hefur lagst á akra og beitarland fljótlega. Tilraunir til að hafa hemil á plágunni hafa reynst árangurslausar fram að þessu. Hundruð milljarðar engisprettna tæta nú í sig allt ætilegt í Eþíópíu, Sómalíu, Kenía, Tansaníu og Úganda. Óttast er að engispretturnar eigi eftir að fjölga sér enn frekar. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) varar við því að þær fjölgi sér svo hratt að fjöldinn gæti hafa fimmhundruðfaldast í júní. Stofnun hefur óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi til um 76 milljónir dollara, jafnvirði um 9,7 milljarða íslenskra króna, til þess að úða skordýraeitri yfir sveimina úr lofti. Það er talin árangursríkasta leiðin til að glíma við pláguna en ríkin skortir búnað og fjármuni til þess, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Verði útbreiðsla engisprettanna ekki takmörkuð þurfi alþjóðasamfélagið að öðrum kosti að leggja til umfangsmikla matvælaaðstoð í mannúðarástandi sem gæti farið úr böndunum, að sögn Dominique Burgeon, forstöðumanns neyðarmála hjá FAO. Engisprettufaraldurinn nú er talinn sá versti í Kenía í 70 ár og sá versti í Eþíópíu og Sómalíu í aldarfjórðung. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í allri Sómalíu vegna hans. Talið er að engispretturnar hafi komið frá Jemen fyrir um þremur mánuðum.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tansanía Úganda Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira