Skrifum undir Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. Gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að skora á meirihlutann í Reykjavíkurborg að verða af þessum hugmyndum. Ég vill hvetja ykkur öll til að skrifa undir. Mikilvægt er að skrifa undir fyrir 28. febrúar. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til að segja okkar skoðun á uppbyggingu á grænu svæði í borgarlandinu. Við ættum síðan að spyrja okkur hvort að það sé hlutverk þeirra sem stjórna núna að taka jafn afdrifaríka og óafturkræfa ákvörðun. Fyrir mitt leiti þá segi ég nei og hef tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ég vil að börnin mín hafi aðgang að svæði inni í miðri borg þar sem þau geta komist í ósnortna náttúru líkt og ég hef fengið. Mun þetta kosta skattgreiðendur eitthvað? Til þess að byggja á þessu svæði í Elliðaárdalnum þá þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Það þarf að breyta lögnum og sá kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur Reykjavíkurborgar. Þetta er kostnaður upp á um 500 til 800 milljónir sem við Reykvískir skattgreiðendur munum greiða til þess að byggt verði í Elliðaárdalnum. Kostnaðartölurnar eru mismunandi eftir því hvað skýrsla er lesin. Hvað segir reykjavík.is Það er áhugavert að skoða á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/stadir/ellidaardalur þær upplýsingar sem þar eru um Elliðaárdalinn. Allt er satt og rétt sem kemur þar fram og því er það óskiljanlegt að meirihlutinn í Reykjavík vilji hrófla við dalnum. Þar er sagt „Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Jarðfræði Elliðaárdals er fjölbreytt enda um stórt svæði að ræða. Berggrunnur Elliðaárdals einkennist af grágrýti sem á rætur að rekja til eldsumbrota á hlýskeiðum síðustu ísaldar. Víða má finna setlög frá lokum ísaldar, einkum strandseti frá tímum hærri sjávarstöðu. Neðarlega í dalnum má sjá stóra strandhjalla. Leitahraun er 4.500 ára gamalt hraun sem mótar mjög landslag Elliðaárdals. Þá hafa Elliðaárnar rofið hraunið og fellur í fallegum fossum um miðjan og neðanverðan dalinn. Hátt í 320 tegundir háplantna hafa fundist í dalnum. Fuglalíf í Elliðaárdal er afar fjölbreytt og fá svæði í Reykjavík búa yfir jafn miklum fjölda fuglategunda en alls hafa um 25 tegundir verpt í dalnum. Elliðaárnar eru laxveiðiá og mikilvæg hrygningarstöð fyrir íslenska laxinn“. Við þurfum græn svæði Það er fátt mikilvægara í borgum en græn svæði, þau veita okkur íbúunum ómælda gleði og lífsfyllingu. Ég vil að komandi kynslóðir geti áfram notið þess sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða og því er mikilvægt að við stöndum saman og skrifum undir. Það er barist víða fyrir því að vernda græn svæði og þessi barátta er mjög mikilvæg og með öllu óskiljanlegt að þurfa að standa í því að verja svæði líkt og Elliðaárdal fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. Gríðarleg óánægja er með þessa ákvörðun og hefur verið hrundið af stað undirskriftasöfnun til þess að skora á meirihlutann í Reykjavíkurborg að verða af þessum hugmyndum. Ég vill hvetja ykkur öll til að skrifa undir. Mikilvægt er að skrifa undir fyrir 28. febrúar. Þessar kosningar gefa okkur tækifæri til að segja okkar skoðun á uppbyggingu á grænu svæði í borgarlandinu. Við ættum síðan að spyrja okkur hvort að það sé hlutverk þeirra sem stjórna núna að taka jafn afdrifaríka og óafturkræfa ákvörðun. Fyrir mitt leiti þá segi ég nei og hef tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ég vil að börnin mín hafi aðgang að svæði inni í miðri borg þar sem þau geta komist í ósnortna náttúru líkt og ég hef fengið. Mun þetta kosta skattgreiðendur eitthvað? Til þess að byggja á þessu svæði í Elliðaárdalnum þá þarf að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir. Það þarf að breyta lögnum og sá kostnaður mun leggjast á skattgreiðendur Reykjavíkurborgar. Þetta er kostnaður upp á um 500 til 800 milljónir sem við Reykvískir skattgreiðendur munum greiða til þess að byggt verði í Elliðaárdalnum. Kostnaðartölurnar eru mismunandi eftir því hvað skýrsla er lesin. Hvað segir reykjavík.is Það er áhugavert að skoða á vefsíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is/stadir/ellidaardalur þær upplýsingar sem þar eru um Elliðaárdalinn. Allt er satt og rétt sem kemur þar fram og því er það óskiljanlegt að meirihlutinn í Reykjavík vilji hrófla við dalnum. Þar er sagt „Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna svæðið innan þéttbýliskjarna Reykjavíkur. Dalurinn einkennist af fjölbreyttu umhverfi, landslagi og gróðurfari en þungamiðjan eru Elliðaárnar sem dalurinn er kenndur við. Jarðfræði Elliðaárdals er fjölbreytt enda um stórt svæði að ræða. Berggrunnur Elliðaárdals einkennist af grágrýti sem á rætur að rekja til eldsumbrota á hlýskeiðum síðustu ísaldar. Víða má finna setlög frá lokum ísaldar, einkum strandseti frá tímum hærri sjávarstöðu. Neðarlega í dalnum má sjá stóra strandhjalla. Leitahraun er 4.500 ára gamalt hraun sem mótar mjög landslag Elliðaárdals. Þá hafa Elliðaárnar rofið hraunið og fellur í fallegum fossum um miðjan og neðanverðan dalinn. Hátt í 320 tegundir háplantna hafa fundist í dalnum. Fuglalíf í Elliðaárdal er afar fjölbreytt og fá svæði í Reykjavík búa yfir jafn miklum fjölda fuglategunda en alls hafa um 25 tegundir verpt í dalnum. Elliðaárnar eru laxveiðiá og mikilvæg hrygningarstöð fyrir íslenska laxinn“. Við þurfum græn svæði Það er fátt mikilvægara í borgum en græn svæði, þau veita okkur íbúunum ómælda gleði og lífsfyllingu. Ég vil að komandi kynslóðir geti áfram notið þess sem Elliðaárdalurinn hefur upp á að bjóða og því er mikilvægt að við stöndum saman og skrifum undir. Það er barist víða fyrir því að vernda græn svæði og þessi barátta er mjög mikilvæg og með öllu óskiljanlegt að þurfa að standa í því að verja svæði líkt og Elliðaárdal fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun