Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 07:21 Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti stefnuræðu sína í gær. Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48