„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Skjálftavirknin hefur minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram eru þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. vísir/vilhelm Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Rúmmál kvikunnar sé ekki meira en 0,003 til 0,004 rúmkílómetrar. Til samanburðar kom til dæmis einn og hálfur rúmkílómeter af kviku upp á yfirborðið gosinu í Holuhrauni 2014 til 2015. Gosið í Eyjafjallajökli er líka ágætis viðmið að sögn Benedikts; kvikusöfnunin nú sé einn tíundi af því. „Þannig að þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos. Það þyrfti eitthvað meira til,“ segir Benedikt. Vísindamenn geri hins vegar ráð fyrir að það sé eitthvað meira undir sem gæti þá haldið áfram að fæða kerfið. Virkjun HS Orku við Svartsengi er á því svæði á Reykjanesi þar sem landris hefur verið undanfarið.vísir/vilhelm Mögulega að hægjast á landrisinu Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu og rýnt í nýjustu gögn. Þar kom fram að skjálftavirknin hafi minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram séu þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Það er mögulega aðeins að hægja á því en það er aðeins of snemmt að fullyrða það. Það virðist vera að róast aðeins yfir þessu án þess að virknin sé beinlínis hætt. Það eru helstu niðurstöðurnar,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni að loknum fundinum í gær kom fram að þar hefði verið einnig verið farið yfir mögulega atburðarás komi til eldsumbrota. Spurður út í það hvernig slík atburðarás gæti litið út segir Benedikt að farið hafi verið yfir hvar eldgos gæti mögulega komið upp og hvar mögulega gæti komið hraunflæði. Nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga.vísir/vilhelm Ekki hægt að útiloka að hraunflæði fari að Grindavík „Þá erum við kannski fyrst og fremst að horfa til hvar hafa komið gos áður, skoða jarðfræðina á svæðinu. Líklegasti staðurinn er kannski nálægt Eldvörpum eða fyrir norðan Eldvörpin, á því svæði. Aðrir möguleikar eru við Þorbjörn, þar eru gossprungur líka og aðeins suðaustan við Þorbjörn,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hraunflæði gæti farið í átt til Grindavíkur ef það komi til goss segir Benedikt ekki hægt að útiloka það. „Það er alveg möguleiki að það fari hraun í áttina og jafnvel að Grindavík. Grindavík stendur á hrauni en það fer algjörlega eftir því hvar gos kæmi upp hvert hraunið myndi renna og hvað það yrði stórt. Myndi hraunið ná alla leið inn? Það fer eftir því hvað það stendur lengi yfir, hvað það er mikið, hvað mikið magn af kviku að koma og annað slíkt þannig að það eru mjög margir óvissuþættir.“ Benedikt bætir þó við að flestir möguleikarnir endi ekki endilega á hrauni inn í byggð. Tæpar tvær vikur eru síðan óvissustigi var lýst yfir vegna stöðunnar við Þorbjörn. Vísindamenn telja að um langtímaatburð sé að ræða og sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að reynslan af sambærilegum atburðum sé sú að breytingar geti orðið á landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða að virknin sé að fjara út. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19 Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. Rúmmál kvikunnar sé ekki meira en 0,003 til 0,004 rúmkílómetrar. Til samanburðar kom til dæmis einn og hálfur rúmkílómeter af kviku upp á yfirborðið gosinu í Holuhrauni 2014 til 2015. Gosið í Eyjafjallajökli er líka ágætis viðmið að sögn Benedikts; kvikusöfnunin nú sé einn tíundi af því. „Þannig að þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos. Það þyrfti eitthvað meira til,“ segir Benedikt. Vísindamenn geri hins vegar ráð fyrir að það sé eitthvað meira undir sem gæti þá haldið áfram að fæða kerfið. Virkjun HS Orku við Svartsengi er á því svæði á Reykjanesi þar sem landris hefur verið undanfarið.vísir/vilhelm Mögulega að hægjast á landrisinu Vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í gær þar sem farið var yfir stöðu mála á svæðinu og rýnt í nýjustu gögn. Þar kom fram að skjálftavirknin hafi minnkað verulega undanfarna sólarhringa en áfram séu þó merki um landris á svæðinu. Það er fimm sentimetrar þar sem það er mest. „Það er mögulega aðeins að hægja á því en það er aðeins of snemmt að fullyrða það. Það virðist vera að róast aðeins yfir þessu án þess að virknin sé beinlínis hætt. Það eru helstu niðurstöðurnar,“ segir Benedikt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni að loknum fundinum í gær kom fram að þar hefði verið einnig verið farið yfir mögulega atburðarás komi til eldsumbrota. Spurður út í það hvernig slík atburðarás gæti litið út segir Benedikt að farið hafi verið yfir hvar eldgos gæti mögulega komið upp og hvar mögulega gæti komið hraunflæði. Nokkrir möguleikar séu í stöðunni. Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga.vísir/vilhelm Ekki hægt að útiloka að hraunflæði fari að Grindavík „Þá erum við kannski fyrst og fremst að horfa til hvar hafa komið gos áður, skoða jarðfræðina á svæðinu. Líklegasti staðurinn er kannski nálægt Eldvörpum eða fyrir norðan Eldvörpin, á því svæði. Aðrir möguleikar eru við Þorbjörn, þar eru gossprungur líka og aðeins suðaustan við Þorbjörn,“ segir Benedikt. Aðspurður hvort hraunflæði gæti farið í átt til Grindavíkur ef það komi til goss segir Benedikt ekki hægt að útiloka það. „Það er alveg möguleiki að það fari hraun í áttina og jafnvel að Grindavík. Grindavík stendur á hrauni en það fer algjörlega eftir því hvar gos kæmi upp hvert hraunið myndi renna og hvað það yrði stórt. Myndi hraunið ná alla leið inn? Það fer eftir því hvað það stendur lengi yfir, hvað það er mikið, hvað mikið magn af kviku að koma og annað slíkt þannig að það eru mjög margir óvissuþættir.“ Benedikt bætir þó við að flestir möguleikarnir endi ekki endilega á hrauni inn í byggð. Tæpar tvær vikur eru síðan óvissustigi var lýst yfir vegna stöðunnar við Þorbjörn. Vísindamenn telja að um langtímaatburð sé að ræða og sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær að reynslan af sambærilegum atburðum sé sú að breytingar geti orðið á landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða að virknin sé að fjara út.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19 Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
Land risið um fimm sentímetra og áframhaldandi smáskjálftavirkni Nýjustu gögn úr GPS mælum sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið um fimm sentímetra frá 20. janúar og þá sýna gervitunglamyndir sömu þróun. 4. febrúar 2020 17:19
Nýtt myndband sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin jókst Nýtt myndband frá Veðurstofu Íslands sýnir greinilega hvernig skjálftavirknin nærri Grindavík jókst tímabundið síðastliðið föstudagskvöld. 3. febrúar 2020 19:00