Reyndi að bana lögregluþjónum í tveimur mismunandi árásum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 17:54 Árásarmaðurinn á langan sakaferil að baki. AP/NYPD Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira