Reyndi að bana lögregluþjónum í tveimur mismunandi árásum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 17:54 Árásarmaðurinn á langan sakaferil að baki. AP/NYPD Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Maður gekk inn á lögreglustöð í New York í dag og hóf þar skothríð. Nokkrum klukkustundum áður hafði hann sömuleiðis skotið á lögregluþjóna þar sem hann sat fyrir þeim annars staðar í borginni. Tveir lögregluþjónar særðust í árásunum, einn í hvort skipti, en báðir munu ná sér að fullu. Árásarmaðurinn var handtekinn en hann gafst upp eftir að hann hafði skotið öllum skotum sínum. Dermot Shea, yfirmaður lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að maðurinn, sem Shea kallaði heigul, hefði reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann á langan sakaferil að baki. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn árið 2017 eftir að hann var dæmdur fyrir morðtilraun. The coward from this morning’s shooting was quickly taken into custody. We are confident he’s responsible for last night’s shooting, as well. Below is a picture of the firearm recovered & believed to have been used in these attacks. The investigation is active & ongoing. pic.twitter.com/aCscRwDC2P— Commissioner Shea (@NYPDShea) February 9, 2020 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sló á svipaða strengi og Shea á blaðamannafundinum í dag og sagði að árásarmaðurinn hafi reynt að ráða lögregluþjóna af dögum. Shea sagði að í fyrri árásinni hefði maðurinn gengið upp að tveimur lögregluþjónum þar sem þeir sátu í bíl. Hann hefði spurt þá til vegar og svo dregið upp byssu og skotið inn í bílinn. Hann særði lögregluþjóninn sem sat við stýrið á hálsi. Shea sagði það mikla lukku að hann hefði ekki hæft slagæðar í hálsi lögregluþjónsins. Þeir svöruðu skothríðinni ekki og þess í stað keyrði hinn lögregluþjónninn rakleiðis á næsta sjúkrahús. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um árásirnar í dag. Hann notaði tækifærið til að skjóta á ríkisstjóra og borgarstjóra New York, sem eru báðir Demókratar. I grew up in New York City and, over many years, got to watch how GREAT NYC’s “Finest” are. Now, because of weak leadership at Governor & Mayor, stand away (water thrown at them) regulations, and lack of support, our wonderful NYC police are under assault. Stop this now!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 9, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira