Landsréttur hafnaði kröfum Eimskips Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 11:38 Eimskip krafðist þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. vísir/rakel Landsréttur hefur hafnað kröfum Eimskips í máli sem fyrirtækið hefur rekið í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að því er segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins um málið krafðist Eimskip þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. Í tilkynningunni er forsaga málsins svo reifuð. Það er rifjað upp að þann 1. júlí í fyrra hafi Eimskip krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að dómurinn úrskurðaði annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins væri og að henni skyldi hætt. Hins vegar var þess krafist að aflétt yrði haldi sem lagt hafði verið á gögn fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 og að gögnunum yrði eytt. Umfang rannsóknarinnar án fordæma „Til stuðnings kröfum sínum hefur Eimskip byggt m.a. á því að rannsókn málsins hafi tekið óeðlilega langan tíma, að Samkeppniseftirlitið hafi blekkt dómstóla, að haldlagning gagna í húsleitunum hafi verið ólögmæt og að starfsmenn eftirlitsins séu vanhæfir þar sem þeir hafi tekið þátt í rannsókn lögreglu á þætti stjórnenda Eimskips í hinu ætlaða samráði. Einnig hafi Samkeppniseftirlitið brotið gegn mannréttindum Eimskips, m.a. þar sem eftirlitið hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að hafa áður fellt hana niður. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir dómstólum rökstudd að ekkert sé hæft í þessum málatilbúnaði Eimskips. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá umræddri kröfu Eimskips um að úrskurðað yrði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að henni skyldi hætt. Eimskip kærði úrskurðinn til Landsréttar. Með úrskurði 24. október 2019 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Með úrskurði sínum í gær staðfesti Landsréttur svo þann úrskurð héraðsdóms. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að rannsókn á ætluðu ólögmætum verðsamráði Eimskips og Samskips sé í forgangi hjá stofnuninni. Umfang rannsóknarinnar, sem hófst í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum fyrirtækjanna, er án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi. Dómsmál Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Landsréttur hefur hafnað kröfum Eimskips í máli sem fyrirtækið hefur rekið í tengslum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Að því er segir í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins um málið krafðist Eimskip þess fyrir Landsrétti að aflétt yrði haldi sem Samkeppniseftirlitið hefði lagt á gögn fyrirtækisins við húsleitir hjá því og að afritum gagnanna yrði eytt. Í tilkynningunni er forsaga málsins svo reifuð. Það er rifjað upp að þann 1. júlí í fyrra hafi Eimskip krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að dómurinn úrskurðaði annars vegar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins væri og að henni skyldi hætt. Hins vegar var þess krafist að aflétt yrði haldi sem lagt hafði verið á gögn fyrirtækisins á árunum 2013 og 2014 og að gögnunum yrði eytt. Umfang rannsóknarinnar án fordæma „Til stuðnings kröfum sínum hefur Eimskip byggt m.a. á því að rannsókn málsins hafi tekið óeðlilega langan tíma, að Samkeppniseftirlitið hafi blekkt dómstóla, að haldlagning gagna í húsleitunum hafi verið ólögmæt og að starfsmenn eftirlitsins séu vanhæfir þar sem þeir hafi tekið þátt í rannsókn lögreglu á þætti stjórnenda Eimskips í hinu ætlaða samráði. Einnig hafi Samkeppniseftirlitið brotið gegn mannréttindum Eimskips, m.a. þar sem eftirlitið hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að hafa áður fellt hana niður. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir dómstólum rökstudd að ekkert sé hæft í þessum málatilbúnaði Eimskips. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur frá umræddri kröfu Eimskips um að úrskurðað yrði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins væri ólögmæt og að henni skyldi hætt. Eimskip kærði úrskurðinn til Landsréttar. Með úrskurði 24. október 2019 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms. Eftir stóð þá krafa Eimskips um að aflétt yrði haldi sem hafði verið lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum slíkra gagna yrði eytt. Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Með úrskurði sínum í gær staðfesti Landsréttur svo þann úrskurð héraðsdóms. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur jafnframt fram að rannsókn á ætluðu ólögmætum verðsamráði Eimskips og Samskips sé í forgangi hjá stofnuninni. Umfang rannsóknarinnar, sem hófst í kjölfar ábendinga frá bæði viðskiptavinum og keppinautum fyrirtækjanna, er án fordæma við rannsókn samkeppnismála hér á landi.
Dómsmál Samkeppnismál Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Tengdar fréttir Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00 Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59 Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Forstjóri Eimskips „engu nær“ um ætluð samkeppnislagabrot Forstjórar bæði Eimskips og Samskipa með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar á samkeppnislagabrotum sem hófst fyrir fimm árum. Upplýsingafulltrúi Eimskips segir að forstjóri félagsins hafi óskað eftir gögnum um í hverju ætluð samkeppnislagabrot felist en engar upplýsingar fengið. 22. maí 2018 19:00
Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. 22. maí 2018 07:59
Kröfu Eimskips hafnað í fordæmalausu samkeppnismáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Eimskips um að aflétt yrði haldi Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem handlögð voru í húsleit eftirlitsins hjá Eimskipum í desember 2013 og júní 2014. Krafan var sömuleiðis að þeim afritum yrði eytt. 18. desember 2019 14:37