Ormarnir í maga Kristínar bárust líklega með grænmeti Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:47 Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is lýsir veikindum sínum af völdum ormasýkingar. Til hægri er mynd úr safni af einstaklingi með sambærilega sýkingu og Kristín fékk. Samsett/Gunnar Smári Helgason/getty Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira