Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:47 Greta Thunberg sagði leiðtogum í Davos að þeir væru ekki að gera nóg til að leysa loftslagsvandann. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna lést ekki þekkja hana þegar hann var fyrst spurður út í málflutning hennar. AP/Michael Probst Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020 Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Ekki þarf gráðu í hagfræði til að átta sig á því að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti samræmis ekki markmiðinu um að halda hnattrænni hlýnun innan alþjóðlega samþykktra marka, að sögn Gretu Thunberg, sænsku loftslagsbaráttukonunnar ungu. Brást hún þannig við orðum fjármálaráðherra Bandaríkjanna sem sagði að hún ætti að læra hagfræði áður en hún krefðist þess að fé væri losað úr jarðefnaeldsneytisiðnaðinum. Ummælin lét Steven Mnuchin, fjármálaráðherra, falla á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss þegar hann var spurður út í kröfur Thunberg og fleiri um að hætt verði að nota jarðefnaeldsneytisins sem er uppruni meirihluti þeirra gróðurhúsalofttegunda sem menn losa og valda loftslagsbreytingum á jörðinni. „Er hún aðalhagfræðingurinn?“ spurði Mnuchin í háði en hann þóttist í fyrstu ekki þekkja sænska aðgerðasinnann, að sögn AP-fréttastofunnar. Thunberg tók þátt í ráðstefnunni og hvatti þar kaupsýslumenn til þess að hætta að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. Benti ráðherrann á að verulega efnahagslegar afleiðingar fylgdu því að hætta fjárfestingum í jarðefnaeldsneyti, meðal annars fyrir störf í heiminum. „Eftir að hún fer og lærir hagfræði í háskóla getur hún komið aftur og útskýrt þetta fyrir okkur,“ sagði Mnuchin á blaðamannafundi. Mnuchin gerði lítið úr gagnrýni Thunberg í Davos.AP/Steve Helber Thunberg svaraði fyrir sig á Twitter í dag með grafi sem sýndi hversu mikið losun á gróðurhúsalofttegundum þarf að dragast saman á næstu árum til þess að hnattræn hlýnun fari ekki fram yfir þær 1,5°C sem samið var um að stefna á í Parísarsamkomulaginu. „Fríárinu mínu lýkur í ágúst en það þarf ekki háskólagráðu í hagfræði til að gera sér grein fyrir að það sem við eigum eftir af kolefnisþakinu til að fara umfram 1,5°C og áframhaldandi niðurgreiðslur og fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti ganga ekki upp saman,“ tísti Thunberg og vísaði til þess magns kolefnis sem áætlað er að þurfi til að hlýnun nái 1,5°C. Bað hún Mnuchin um að greina frá því hvernig ætti að vega upp á móti losuninni. „Eða útskýrðu fyrir framtíðarkynslóðum og þeim sem verða nú þegar fyrir áhrifum loftslagsneyðarinnar hvers vegna við ættum að falla frá loftslagsaðgerðum okkar,“ tísti hún. My gap year ends in August, but it doesn't take a college degree in economics to realise that our remaining 1,5° carbon budget and ongoing fossil fuel subsidies and investments don't add up. 1/3 pic.twitter.com/1virpuOyYG— Greta Thunberg (@GretaThunberg) January 23, 2020
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Trump vill „hreinasta loftið“ en varaði við heimsendaspámönnum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag þátttakenndur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Þar varaði hann við þeim sem hann nefndi "heimsendaspámenn“ í tengslum við loftslagsbreytingar. 21. janúar 2020 14:45
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50
Faðir Gretu Thunberg: „Hún er hamingjusöm, en ég hef áhyggjur“ Svante Thunberg segist hafa á sínum tíma talið það vera "slæma hugmynd“ að dóttir sín yrði í framlínu baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Hann segir baráttuna hafa aðstoðað Gretu í glímu hennar gegn þunglyndi. 30. desember 2019 09:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent