Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 20:00 Þau Davíð Már hjá Landsbjörg og Brynhildur Bolladóttir hjá Rauða krossinum segja alla fylgjast vel með stöðu mála. Vísir/Vilhelm/Rauði Krossinn Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Nokkuð landris hefur mælst þar síðustu daga og hefur jarðskjálftahrina verið á svæðinu. Sérfræðingar hafa fundað í dag þar sem farið er yfir mögulegar sviðsmyndir og þá hefur almannavarnakerfið farið yfir sína verkferla. Á meðal þeirra sem hafa farið yfir verkferla sína vegna óvissustigsins er Rauði kross Íslands. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir starfsfólk undirbúið ef eitthvað gerist. „Þetta gæti gerst einhvern tímann eða aldrei. Það er allavega búið að yfirfara verkferla og framkvæmdir á þessu,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi. „Við erum með í öllum plönum að fara yfir sviðsmyndirnar og hvað gæti þurft. Við erum bara í viðbragðsstöðu eins og allir aðrir.“ Frá Grindavík. Þorbjörn sést í bakgrunni.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg, tekur í sama streng og Brynhildur. Dagurinn í dag hafi farið í að fara yfir helstu verkferla og safna saman upplýsingum. „Við erum hluti af þessu almannavarnakerfi. Það hefur verið virkjað fólk í dag sem hefur verið að vinna að þessum verkefnum sem hafa verið unnin, sem snúa aðallega að því að safna upplýsingum og meta stöðuna, yfirfara áætlanir og gera áætlanir,“ segir Davíð í samtali við Vísi. Að öðru leyti hafi ekki verið virkjað neitt viðbragð. „Dagurinn í dag hefur að mestu snúist um að fara yfir þær áætlanir sem eru til staðar ef til einhvers viðbragðs kæmi.“ Hann segir óvissustigið fela það í sér að betur sé fylgst með stöðu mála og allar áætlanir séu klárar. Það sé búið að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni en að öðru leyti séu björgunarsveitirnar viðbúnar líkt og alltaf. „Eins og vísindamennirnir segja þá er ekki yfirvofandi eldgos en það eru auknar líkur á því.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13