Leigjendur borga fyrr en eru áfram líklegri til að búa við glæpi og hávaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 11:00 Horft til Reykjavíkur úr Kópavogi. Vísir/vilhelm Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér. Húsnæðismál Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Hagur leigjenda hefur vænkast nokkuð á undanförnum árum ef marka má nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS), sem varð til með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunnar í upphafi árs. Færri leigjendur búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað og leigjendum í vanskilum fækkar. Aftur á móti telja leigjendur sig frekar búa við glæpi og hávaða en fólk í eigin húsnæði, þó svo að jafn skítugt virðist vera í kringum bæði búsetuform. Í skýrslu HMS er þess getið að næstum fimmtungur heimila hafi búið við „íþyngjandi húsnæðiskostnað“ árið 2018. Húsnæðiskostnaður telst íþyngjandi ef hann nemur yfir 40 prósent af ráðstöfunartekjum. „Ástandið virðist hafa batnað nokkuð frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 26,4 prósent og hefur það í raun ekki mælst lægra frá árinu 2007,“ segir til útskýringar í skýrslunni. Örlítið aðra sögu er hins vegar að segja af eigendum. „Hlutfall heimila í eigin húsnæði sem býr við íþyngjandi húsnæðiskostnað hefur hækkað, úr 6,1 prósent árið 2016 í 7,9 prósent árið 2018,“ segir HMS og bætir við að líklega skýringu á þessari þróun megi e.t.v. finna í aukinni lántöku íbúðalána. Vanskilum leigjenda hefur einnig fækkað. Þeir sem ekki gátu staðið staðið í leigugreiðslum á réttum tíma voru 5,3 prósent árið 2018, samanborið við 14 prósent árið 2013. Aðeins sjaldgæfara er að eigendur séu í vanskilum á greiðslu íbúðalána; hlutfall þeirra mældist 3,1 prósent, en var 9,1 prósent árið 2013 og hefur hagur beggja hópa því vænkast nokkuð í þessum efnum. Verra nærumhverfi leigjenda Leigjendur eru þó ennþá í umtalsvert verri stöðu þegar kemur að upplifun fólks af nærumhverfi sínu. Þannig eru leigjendur líklegri til þess að búa við glæpi eða hávaða en þeir sem búa í eigin húsnæði. Tölur Hagstofunnar benda til að um 4,7 prósent fólks á leigumarkaði hafi sagt glæpi tengjast þeim stað sem það býr á árið 2018, samanborið við 1,9 prósent eigenda. Hlutfallið hefur hins vegar sveiflast mikið á undanförnum árum og því erfitt að draga ályktanir um breytingu á þessu hlutfalli til lengri tíma að mati HMS. Samanburðurinn er þó eigendum í vil. Eigendur standa einnig betur þegar kemur að upplifun fólks af hávaða í nærumhverfinu. Aðspurðir hvort mikill hávaði sé „frá nágrönnum eða að utan, svo sem frá umferð, verksmiðjum, iðnaði og svo framvegis,“ sögðu tíu prósent eigenda svo vera en 17,9 prósent leigjenda voru þeirrar skoðunar. Það er hins vegar lítill sem enginn munur á því hvort fólk telji sig búa við mengun eða óhreinindi eftir því hvort það er á leigumarkaði eða býr í eigin húsnæði, eins og sjá má í skýrslu HMS sem má nálgast hér.
Húsnæðismál Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira