Foreldrar Jozefs litla fá sex milljarða í bætur frá IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 07:52 Frá blaðamannafundi vegna málsins í gær. Vísir/AP IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja. Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
IKEA í Bandaríkjunum mun greiða foreldrum drengs, sem lést þegar IKEA-kommóða féll á hann fyrir þremur árum, 46 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpa sex milljarða íslenskra króna, vegna málsins.Sjá einnig: Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Joleen og Craig Dudek stefndu IKEA árið 2018 vegna andláts sonar síns, Jozefs. Jozef var tveggja ára þegar hann varð undir kommóðu af gerðinni MALM og lést af sárum sínum. Hann er sagður hafa hálsbrotnað og svo kafnað undir kommóðunni. Forsvarsmenn IKEA sögðu í yfirlýsingu að þeir séu þakklátir fyrir það að sátt hafi náðst í málinu. Fyrirtækið sé staðráðið í því að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. „Enn og aftur vottum við [fjölskyldunni] dýpstu samúð okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt CBS um málið er haft eftir lögmönnum að um sé að ræða hæstu upphæð sem greidd hefur verið í máli sem þessu. Banaslys af völdum Malm-kommóða hafa verið nokkuð tíð en í frétt CBS segir að tíu dauðsföll tengd kommóðunum hafi verið skráð síðustu ár. IKEA í Bandaríkjunum innkallaði 29 milljónir MALM-kommóða vegna slysanna árið 2016 og hætti um leið sölu á kommóðunum í landinu. Sama ár samdi húsgagnarisinn við þrjár bandarískar fjölskyldur um greiðslu 50 milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur eftir að þrjú börn létust í banaslysum tengdum Malm-kommóðum. Upphæðinni var deilt á milli fjölskyldnanna þriggja.
Bandaríkin IKEA Tengdar fréttir Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30 IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Áttunda dauðaslysið vegna MALM kommóðu: „Það þarf að veggfesta allar kommóður, sama hvað þær heita“ Herdís L. Storgaard hjá Slysavörnum barna segir mikilvægt að fólk hafi í huga að það eru ekki bara IKEA kommóður sem geta valdið slysum hjá börnum. 26. október 2017 14:30
IKEA greiðir fjölskyldum 5,7 milljarða í bætur í Bandaríkjunum Bæturnar eru greiddar út til fjölskyldna sem misstu börn sem fengu hina vinsælu MALM-kommóðu yfir sig. 22. desember 2016 08:18