Íbúðalán mokast út enda fjör á fasteignamarkaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 09:55 Fasteignamarkaðurinn er á fullu gasi ef eitthvað er að marka tölur HMS. Vísir/Vilhelm Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Hlutfall fyrstu fasteignakaupenda á fyrri helmingi þessa árs hefur aldrei verið hærra svo langt aftur sem gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) ná. Stofnunin telur mikið líf á fasteignamarkaði, ef marka má tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna. Er það rakið til skarpra vaxtalækana á íbúðalánum undanfarið en júní síðastliðinn var umsvifamesti einstaki mánuðurinn í hreinum nýjum íbúðalánum hjá bönkunum „að minnsta kosti frá árinu 2013,“ að sögn HMS. Í nýrri mánaðarskýrslu HMS er greint frá niðurstöðum nýrrar viðhorfskönnunar sem stofnunin segir gefa vísbendingu um mikinn áhuga svarenda á fasteignakaupum á næstu mánuðum. „Sér í lagi hefur áhuginn aukist meðal fólks sem býr í foreldrahúsum en 26% þeirra segjast vera í fasteignahugleiðingum. Nokkuð hefur dregið úr framboði á íbúðum til sölu en nú eru um 1700 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu en voru ríflega 2000 í maí síðastliðnum. Einnig hefur dregið úr framboði á landsbyggðinni,“ segir í mánaðarskýrslunni. Þar að auki segist sífellt færri leigjendur sjá fyrir sér að vera áfram á leigumarkaði eftir sex mánuði. Hlutfall leigjenda sem töldu það líklegt hefur lækkað um 5-6 prósentustig á síðustu mánuðum og hlutfall leigjenda sem töldu það ólíklegt hafði tvöfaldast í 12 prósent. HMS segir breytingu hafa jafnramt orðið á meðalsölutíma íbúða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sölutími nýrra íbúða á landsbyggðinni hafi dregist talsvert saman á milli ára, en sölutími annarra íbúða lengst. Á höfuðborgarsvæðinu hafi meðalsölutími nýrra íbúða lengst lítillega en meðalsölutími annarra íbúða á því svæði styst. Annan mánuðinn í röð á leiguverð á höfuðborgarsvæðinu jafnframt að hafa lækkað. „Tólf mánaða hækkunartaktur leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur farið hratt lækkandi frá fyrstu þremur mánuðum ársins, þegar hann nam á bilinu 4,3-4,8%, niður í 2,5% í maí og nú 1,1% í júní. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á öðrum svæðum á landsbyggðinni,“ segir HMS. Samhliða þessu hafi orðið nokkur aukning á þinglýstum leigusamningum fyrir íbúðarhúsnæði í júní samanborið við sama mánuð í fyrra. Hækkunin á öðrum ársfjórðungi var þannig 16 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá fyrra ári, 15 prósent í nágrannasveitarfélögum og 17 prósent á öðrum svæðum á landsbyggðinni. HMS bendir jafnframt á í mánaðarskýrslu sinni að nýliðinn júnímánuður hafi verið sá umsvifamesti í a.m.k. sjö ár þegar kemur að nýjum íbúðalánum hjá bökunum. „Alls voru í þeim mánuði lánuð út ný óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum að upphæð ríflega 31 milljarði króna, að frádregnum uppgreiðslum, innan bankanna.“ Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira