Segir „alveg á hreinu“ að gögnin sem Samherji segir fölsuð hafi verið til Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. ágúst 2020 12:26 Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, segir úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna hafa haft gögnin til meðferðar. stöð 2 Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins segir ómerkilegt hvernig Samherji ræðst að fréttamanni Ríkisútvarpsins í myndbandi á Youtube. Hann hafi sjálfur séð þau gögn sem sögð hafa verið fölsuð í myndbandinu. Fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna tekur undir það en þeir sátu báður í úrskurðarnefnd útgerðar- og sjómanna. Samherji birti í gær myndbandið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ á Youtube þar sem Helgi Seljan fréttamaður og Ríkisútvarpið eru sökuð um að hafa falsað gögn við gerð Kastljóssþáttar í mars 2012. Þar var fyrirtækið sakað um selja dótturfélagi sínu í Þýskalandi karfa á undirvirði og þannig brotið gjaldeyrislög. Ríkisútvarpið stendur við umfjöllunina og hefur gefið út að skýrslan sem vísað er til í umfjölluninni í Kastljósi 2012 sé til. Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambandsins, sat í úrskurðarnefnd útgerðar-og sjómanna frá 1998 til 2014 og segist hafa séð sömu gögn og Helgi vísar til í umræddum Kastljóssþætti. „Við fengum þessi gögn, það er alveg á hreinu. Í úrskurðarnefndinni þar sátu fulltrúar útgerðamanna og sjómanna,“ segir Sævar. Samkvæmt tölvupósti frá deildarstjóra Verðlagsstofu skiptaverðs var engin skýrsla gerð í karfarannsókn stofnunarinnar. Sævar segir það rétt, upplýsingarnar hafi komið fram á minnisblöðum. Voru upplýsingarnar settar fram í skýrsluformi, minnisblöðum eða öðrum gögnum? „Allt saman meira og minna í minnisblöðum,“ segir Sævar. Það hafi engar eiginlegar skýrslur verið gerðar um þessi mál, það hefði þurft heljarinnar mannskap til þess. Sævar er ósáttur við umfjöllun Samherja á Youtube. „Mér finnst þetta ómerkilegt, fyrir neðan allar hellur í raun og veru að ráðast á manninn en ekki efnið. Þeir [Samherji] hljóta að geta fengið þessar upplýsingar hjá úrskurðarnefndin. Þau eru til og þetta er opinber nefnd.“ Seðlabankinn gerði húsleit hjá Samherja sama dag og Kastjósþátturinn fór í loftið og fór í kjölfarið í mál við fyrirækið. Samherji var á endanum sýknaður í Hæstarétti. „Hann var ekki sýknaður efnislega,“ segir Sævar. „Það var „lapsus“ í málinu sem gerði það að verkum að hann var sýknaður eins og ég las það, en ég er ekki lögfróður maður.“ Guðmundur Ragnarsson segist hafa fengið sömu gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs.vísir Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sat einnig í úrskurðarnefndinni þegar málið kom upp og segist hafa séð sömu gögn og Helgi Seljan vísaði til í Kastljóssþættinum. „Það koma upp mál þar sem verðlagningin er að okkar viti ekki rétt. Þá voru fyrirtækin fengin til að lagfæra eða leiðrétta það. Það var búið að gera athugasemdir við Samherja um þessa verðlagningu á karfa. Það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðmundur. Og gerðu þeir lagfæringar í framhaldinu? „Nei, það var kannski ástæðan fyrir því að við vorum orðnir þreyttir.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“. 11. ágúst 2020 19:49
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31