Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 13:59 Simbabve glímir ekki aðeins við kórónuveirufaraldur heldur einnig miklar efnahagsþrengingar. Hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli til að mótmæla skorti á hlífðarbúnaði og ríkisstjórnin er sökuð um spillingu við opinber innkaup á honum. Vísir/EPA Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56
Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00