Sagði mótmælendur vera að ráðast gegn ríkisstjórninni Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 23:49 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Getty/Chip Somodevilla Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr varði veru alríkislögreglumanna í borgum Bandaríkjanna í vitnisburði sínum fram fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í dag. Sagði hann mótmælendur í Portland vera að fremja árás gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þingnefndin, sem er að mestu skipuð Demókrötum, fór yfir víðan völl og yfirheyrðu Barr um fjölmörg mál sem hann hefur komið að á meðan hann hefur gegnt embætti dómsmálaráðherra. Um er að ræða fyrsta skipti sem Barr fer fyrir þingnefnd frá því að hann hóf störf í febrúar 2019. Barr var gagnrýndur fyrir að hafa sent alríkislögreglumenn til þess að kveða niður mótmæli í fjölda borga víða um Bandaríkin. Þar á meðal Portland þar sem mótmælendur hafa látið í sér heyra 61 kvöld í röð eftir dauða George Floyd í Minnesota í maí. Floyd lést í höndum lögreglu eftir að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hafði þrýst hné sínu á háls Floyd í meira en átta mínútur. Formaður nefndarinnar, Jerrold Nadler, sakaði Barr um að senda lögreglumennina til borgarinnar til þess að stuðla að endurkjöri Donald Trump í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. „Forsetinn vill myndefni fyrir auglýsingaherferð framboðs hans og þú færir honum það sem hann óskaði eftir,“ sagði Nadler og bætti við að Barr væri að stuðla að ótta og ofbeldi til þess að ná forskoti. „Skammastu þín hr. Barr, skammastu þín,“ sagði formaðurinn. Barr svaraði ásökunum og sagði að alríkislögreglumenn væru ekki að stofna til illinda. „Við erum að verjast,“ sagði Barr og bætti við að lögreglumennirnir væru ekki að reyna að bæla mótmælin niður. Honum til stuðnings sýndi Jim Jordan, hæst setti Repúblikani nefndarinnar átta mínútna langt myndband sem sýndi árekstra og átök milli lögreglumanna og mótmælenda í mótmælunum sem hafa farið fram víðs vegar um Bandaríkin. „Eftir dauða George Floyd, hafa ofbeldisfullir óeirðarmenn og stjórnleysingjar nýtt sér góð og gild mótmæli til þess að valda eyðileggingu og til að skaða saklaus fórnarlömb,“ sagði Barr sem kom forseta sínum, Donald Trump, til varnar þegar ákvörðun um að ryðja skuli burtu mótmælendum við Hvíta húsið í byrjun júní var gagnrýnd. Forsetinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma fyrir þá ákvörðun sem var tekin til þess að hægt yrði að mynda Trump með Biblíu. Þá varði hann einnig aðfarir dómstóla gegn samstarfsmönnum Trump sem hafa verið gagnrýndar og ákæruvöld ekki sögð hafa sýnt næga hörku.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira