Björgunarpakki og fjárlög marki tímamót fyrir ESB Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júlí 2020 19:00 Leiðtogar Evrópusambandsins segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar. Viðræðunum lauk í nótt og samþykkti leiðtogaráðið tæplega tveggja billjóna evra fjárlög sem fela meðal annars í sér hundraða milljóna aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Þetta tókst. Evrópa er sterk og stendur saman. Við náðum samkomulagi um björgunarpakkann og fjárlögin. Þetta voru afar erfiðar viðræður á erfiðum tímum,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tók í sama streng: „Oft er Evrópusambandið sakað um aðgerðaleysi en hér erum við að sýna fram á hið gagnstæða.“ Fjárlögin sjálf gera meðal annars ráð fyrir miklum fjárveitingum til umhverfismála en björgunarpakkinn var helsta deiluatriði aðildarríkjanna. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Fimm ríki, þar á meðal Holland, Danmörk og Svíþjóð, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi. Niðurstaðan varð að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Styrkirnir og lánin fara einna helst til þeirra ríkja sem komu verst út úr faraldrinum og strangt eftirlit verður með því hvernig farið verður með peningana. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins segja fjárlög sambandsins og risa björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins marka tímamót í sögu Evrópu. 800 milljarða evra björgunaraðgerðir tryggi vonandi enduruppbyggingu álfunnar. Viðræðunum lauk í nótt og samþykkti leiðtogaráðið tæplega tveggja billjóna evra fjárlög sem fela meðal annars í sér hundraða milljóna aðgerðir til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Þetta tókst. Evrópa er sterk og stendur saman. Við náðum samkomulagi um björgunarpakkann og fjárlögin. Þetta voru afar erfiðar viðræður á erfiðum tímum,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, tók í sama streng: „Oft er Evrópusambandið sakað um aðgerðaleysi en hér erum við að sýna fram á hið gagnstæða.“ Fjárlögin sjálf gera meðal annars ráð fyrir miklum fjárveitingum til umhverfismála en björgunarpakkinn var helsta deiluatriði aðildarríkjanna. Hart var tekist á um hversu stór hluti upphæðarinnar skyldi vera styrkur til aðildarríkja og hversu stór hluti ætti að vera í formi lána. Fimm ríki, þar á meðal Holland, Danmörk og Svíþjóð, kröfðust þess að lán yrðu í fyrirrúmi. Niðurstaðan varð að rétt rúmlega helmingur, eða 390 milljarðar evra, verði styrkur. Styrkirnir og lánin fara einna helst til þeirra ríkja sem komu verst út úr faraldrinum og strangt eftirlit verður með því hvernig farið verður með peningana.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira