Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 12:44 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. stöð 2 Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent